Gripla - 01.01.1975, Page 27
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
23
Vondi ráðgjafinn og fóstbræðralagið eru tvö minni, sem líklega eru
viðbót höfundar við söguefnið í þeim tilgangi að gera úr því fram-
bærilega fornaldarsögu.
Úr því að Björn (Herebjónn) kemur fyrir bæði í norska dansinum
og fornaldarsögunni, hlýtur hann að hafa borizt í hendur Illugasögu-
höfundi með söguefninu, og umgetningin um hann í norska dansinum
er vitni um tengsl sögunnar og dansins. En samkvæmt því sem nú
hefur verið rakið, virðist hlutverk hans í efnisheimild Illuga sögu hafa
verið lítið eða jafnvel vafasamt, en höfundur fornaldarsögunnar hefur
þá gert miklu meira úr því með sambræðslu minnisins um vondan
ráðgjafa og brota af upphaflegu hlutverki kóngsins. Verður því ekki
fullyrt, að frásögn efnisheimildar fornaldarsögunnar um Björn hafi
verið öllu fyllri eða greinilegri en hin undarlega tilnefning Herebjpnns
í norska dansinum. Að öllu þessu athuguðu lítur því helzt út fyrir að
Bjöm sé aðskotamaður í söguefninu; annað eins hefur getað slæðzt
milli dansa um svipuð efni.12 Þess háttar slæðingur er miklu sennilegri
og algengari í dönsum en t. d. í rímum eða lausamálssögum.
Mismunurinn á söguþræði fornaldarsögunnar og dansins hefur nú
verið skýrður í helztu atriðum. Sú mikilvæga niðurstaða er fengin, að
Illuga saga Gríðarfóstra sé í aðalatriðum samin upp úr frásögn með
sama atburðaþrœði og er í dansinum. Enda þótt nokkuð skorti ef til
vill á fulla sönnun þess að kóngurinn prinsessufaðir hafi verið for-
stjóri leitarleiðangurs í efnisheimild fornaldarsögunnar, og þótt fram-
færsluréttur Björns í sögunni kunni að vera eitthvað sterkari en hér
þykir sennilegt, haggar það niðurstöðunni ekki að verulegu ráði.
Mestu varðar að Gríður var tröll, en síðan leiðir af eðli sögunnar að
markmið sjóferðarinnar/hrakningsins hefur verið að frelsa kóngsdótt-
urina, sem hún hafði í haldi. Og ef niðurstaðan um Björn er rétt, er
hún vísbending um, að efnisheimildin hafi e. t. v. ekki verið lausa-
málssaga.
Til viðbótar skal nú litið á tvö atriði, sem einnig varpa ljósi á sam-
band sögunnar og dansins.
Hið fyrra er eldssýnin, sem lítið vottar fyrir í fomaldarsögunni. Þó
segir Björn Illuga, að hann skuli ‘róa yfir fjörð þenna’. í því felst að
Björn viti hvar eldsins sé að leita. Segja má að eldssýnin sé hér nálega
horfin, en ummerki hennar era þó alveg efalaus. Eldssýnin er nauð-
12 Sjá bls. 21, nm. 9.