Gripla - 01.01.1975, Page 28
24
GRIPLA
synlegt atriði sögurásarinnar bæði hjá Saxa og í dansinum (danska EF
og norska gerðin). Þar er minnið greinilega í upphaflegri mynd. Hvers
vegna ætli það sé nálega horfið í Illuga sögu? Út frá niðurstöðunni
um Björn ráðgjafa skýrist þetta sjálfkrafa. Það hefði verið fullkomið
brot gegn siðareglum hetjuævintýra ef hinn vondi maður hefði fundið
það sem félagar hans þurftu til að halda lífinu. Illmennið í Birni
virðist hafa komið í veg fyrir að hann tæki við kóngshlutverkinu öllu,
enda þótt sumu af því væri tyllt á hann.
Hið síðara er nef Gríðar. Tröllunum tveimur í Aðalfarasögu Saxa
er lýst með þessum orðum:
duos eximiæ granditatis aquilos conspicatur, corneis naribus contracta, quæ
fors obtulerat, igni nutrimenta præstantes.13
Tröllin hafa hornnef, eða nef eins og hom, sem þau nota til þess að
skara öllu tiltæku á eldinn.14 í Illuga dansi ríkir hvarvetna sama hug-
myndin um nef tröllsins og hjá Saxa. Skessan er sírótandi í eldi sínum
með nefinu, enda þótt ekki sé minnzt á horn í því sambandi. Eina
undantekningin frá þessu er norska sannyrðisnefnan ‘Nasann hev du
som nautefjosi’,15 en eldskörungshugmyndin er þó skýr annars staðar
í sama dansi. Þetta nef er miklu stórkostlegra en nef Gríðar í Illuga
sögu, þótt það sé bæði mikið og ljótt. í sögu Saxa og í dansinum
birtast ýkjur tröllasögunnar ómildaðar, en í Illuga sögu er þeim stillt
í hóf, líklega í samræmi við smekk höfundarins. Mynd nefsins í dans-
inum og hjá Saxa hlýtur að vera upphaflegri.
Eldssýnin og tröllsnefið em vottar þess, að dansinn og Saxi standa
saman um upphaflegri mynd efnisins, en í Illuga sögu hafi verið
breytt frá henni. Þar er sagan á síðara stigi þróunar og orðin bóksaga.
Eftir þetta kemur ekki til mála að hugsa sér dansinn sprottinn frá
fornaldarsögunni. Dansskáldinu vceri iullkomin ofœtlun að hafa fært
bœði aðalatriði og aukaatriði í söguþrœðinum aftur til upphaflegra
sagnsögulegs horfs.
Þessar athuganir hafa verið fróðleg kynnisferð í smiðju fomaldar-
söguhöfundarins. Sýnt hefur verið hvernig hann hafi notað atburðarás
samsteyptu ævintýrasögunnar, aukið hana algengum og vinsælum
minnum og gert sérstakan inngangskafla um æsku hetjunnar, svo að
13 Útgáfa Olriks og Ræders, bls. 24436-37 (XV, 4).
14 Sjá bls. 16, nm. 5.
15 Texti Liestpls í tilv. riti, v. 17.