Gripla - 01.01.1975, Page 31
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
27
burt, mun ég aldrei aftur koma e. þ. u. 1. Þessi og líkar hugsanir koma
fram í sannyrðunum hjá Saxa, og kemur frásögn hans fyrir sjónir líkt
og milliliður milli evrópskra sannyrðasagna og söguefnisins um Illuga.
Sannyrðin í Illuga sögu eru á þessa leið:
hellir þinn er hár ok breiðr, at ek hefi eigi séð hús meira né sterkara; svá
er ok nefit á þér mikit, at ek hefi eigi séð meira skrípi, enn þú ert, ok svá
svört, at fagurt er gólfit hjá þér, ok aungva hef ek ámáttligri séð enn þik,
ok víst er dóttir þín fegri, ok ykkar hefi ek séð mestan mun, ok svá munu
allir segja, er ykkr sjá.
Sannyrðin ættu að vera þrjár einingar, þrjár staðhæfingar skýrt
markaðar hver frá annarri og hver sér um efni. Þannig hefðu sann-
yrðin í Illuga sögu efalítið orðið, ef höfundur hennar hefði búið þau
til sjálfur. En eins og sjá má, eru þau grautarleg. Staðhæfingarnar eru
í rauninni margar og tengdar hver við aðra á ýmsan veg. Af þessu má
ráða ósjálfstæði höfundar gagnvart heimild, sem hann hafi fylgt að
meira eða minna leyti.
Sé nú reynt að finna þrjár inntakseiningar í stykkinu, mætti það að
vísu takast. í heild eru sannyrðin um: 1. hellinn, 2. ljótleik Gríðar,
3. fegurð Hildar borinnar saman við móður sína. En þá er aðeins
litið á höfuðatriðin og sleppt því sem segir um nef Gríðar og gólfið í
samanburði við hana. Um nefið og gólfið eru þó sérstakar staðhæfing-
ar. Þegar stykkið er limað sundur eftir efnisatriðum, og um leið tekið
tillit til setningaskipunar, verður niðurstaðan á þessa lund:
1. hellir þinn er hár ok breiðr, at ek hefi eigi séð hús meira né
sterkara;
2. svá er ok nefit á þér mikit, at ek hefi eigi séð meira skrípi, enn
þú ert,
3. ok svá svört, at fagurt er gólfit hjá þér,
4. ok aungva hef ek ámáttligri séð enn þik, ok víst er dóttir þín fegri,
ok ykkar hefi ek séð mestan mun, ok svá munu allir segja, er
ykkr sjá.
Það er: 1 er um hellinn, bústað Gríðar, 2 er um nef hennar, og við
er tengd ályktun um skrípisbrag hennar. 3 er um hið svarta litaraft
Gríðar í samanburði við gólfið. 4 hefst með nýrri staðhæfingu um
ljótleik Gríðar, og við hana er tengd yfirlýsingin um fegurðarmun