Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 33
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
29
1. Um þetta sannyrði er nokkuð rætt áður (sjá bis. 14-15). Sagan
geymir upphaflegri mynd þess en norski dansinn. Auk þess er það í
tveimur uppskriftum dansins frá Danmörku, E og F, sem báðar bera
merki norsks uppruna.23 Dönsku E og F eru þó hvorki alveg sam-
hljóða innbyrðis né koma sannyrði þeirra orði til orðs heim við Illuga
sögu eða norska dansinn.24 Samt er af þeim að ráða, að upphaflegt
viðfangsefni fyrsta sannyrðisins hafi verið bústaður tröllsins, fremur
en arinninn.
2. Sömu þrjár uppskriftir dansins hafa sannyrði um nef skessunnar.
Saga Saxa sýnir, að þetta hlýtur að vera upphaflegt í söguefninu (sjá
bls. 24).
3. Allar dönsku uppskriftirnar, nema F, nefna gólf skessunnar í
nánum tengslum við staðhæfingu um Ijótleika hennar. Tilfæra má sem
dæmi Da A 13:
Pendingenn legger paa guoldett (líkl. villa f. guolfett) str0d,
och gulditt skienner y wraa:
du est selleff den liedieste throld,
ieg nogen tid med 0genn suo.
Nokkur orðamunur er í hliðstæðum vísum annarra uppskrifta, en
efnið er alls staðar hið sama: Gólfið er stráð peningum, gull glitrar í
horni eða á vegg, en sjálf ertu andstyggilegasta tröll, sem ég hef aug-
um litið. í vísunni er fólginn samanburður á skessunni og umhverfi
hennar. Illuga saga minnist ekki á peninga eða gull á þessum stað.
Hugsunin í samanburðinum: svá svört, at fagurt er gólfit hjá þér, er
því önnur. Samanburðurinn er fólginn í samhengi dansvísunnar, en
sagður berum orðum í Uluga sögu.
Ósennilegt virðist, að dansskáld hefði tekið hinn beina og heldur
grófa samanburð í Illuga sögu og snúið honum upp í skáldlegan leik
að andstæðum, þar sem samanburðurinn felst aðeins í andstæðunum,
en er ekki sagður (gólfið skín af gulli — sjálf ertu leiðasta tröll). Hins
vegar mælir ekkert á móti því, að hinn einkennilegi samanburður
fornaldarsögunnar væri klunnaleg tilraun til endursagnar hins sama.
Lausamál getur ekki tekið við slíkum andstæðuleik úr skáldskap.
Hvað hefði þá verið til ráða nema að skýra samhengið á annan hátt,
segja berum orðum það sem fólst í samhenginu? Líklega hefði lausa-
23 Sjá DgF IV (1883), 820, X (1933-1958), 41.
24 Sjá bls. 26, nm. 21.