Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 34
30
GRIPLA
málshöfundi líka þótt talið um gull og peninga óhæfa ein. En þá mátti
gera Gríði svo svarta, að jafnvel venjulegasta gólf þætti fagurt hjá
henni. Hvað sem því líður, virðist dansvísan Da A 13, og ssv. í öðr-
um uppskriftum, svara til þriðja sannyrðis sögunnar, ef orðin um ljót-
leika Gríðar (‘ok aungva hef ek ámáttligri séð enn þik’) eru talin með.
4. Þetta sannyrði kemur fram í Da ABDF, og í norsku gerðinni
má ráða að það hafi eitt sinn verið.25 í Da ABD er vísan Da A 13
endurtekin með tilbrigðum í síðara helmingi. Da A 14 er þannig:
Her legger penge paa guolditt str0d,
och gulditt skener paa wegge:
du est ett vskiellig chreattur,
iumfruer skulde icke huoss theg legge.
í Da B 15 er síðari helmingurinn:
alt est du saa leed en trold,
iomfruer skalt du aldrig gille.
Þetta er ólíkt Illuga sögu, enda hefur tröllið nú skipt um kyn. Hins
vegar hefur Da F 12:
álder saa jeg saa led en Trold,
der sk0nneren Jomfru kund’ faa.
Hér er fegurðarsamanburðurinn greinilegri, og hefur hann haldizt
þrátt fyrir kynskipti tröllsins. Hið sameiginlega inntak sannyrðisins í
sögu og dansi er þá Ijóst, og verður að ætla það upphaflegt. Einnig
sést hér hið sama og um þriðja sannyrðið; það sem er hálfsagt eða
fólgið í samhengi í dansinum, er fullsagt í sögunni. Það bendir til að
samhengi dansins sé upphaflegra, og að munurinn stafi af breytingu
til prósastíls. Þegar frá eru tekin:
a) enna heve du bratt
b) . .. kjæften som bikkjetrýne.
c) mine augo er skarpe i haus
dine som fuði pá svíne
d) aldrig h0rde mand it feyere naffn,
end kalde paa Iesum Christ.20
koma ekki fram í dansinum nein sannyrði, sem ekki svara til sann-
yrða í sögunni. í Illuga sögu er sérstök lýsing skessunnar, þar sem
25 Liest0l, tilv. rit, v. 18, sbr. bls. 103.
20 a) Liest0l, tilv. rit, v. 17, b) Landstad, NF, v. 19, c) Landstad, NF, v. 19, d)
danska B-uppskriftin, v. 14.