Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 35
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
31
drepið er á ýmsa líkamshluta og önnur útlitsatriði. Vott hins sama má
sjá í ýmsum dansuppskriftum, þar sem skessunni er lýst við fyrstu
sýn, en þá er eldskörungsnefið dregið fram. Nefið er upphaflegt við-
fangsefni sannyrðis, og því eðlilegt að sannyrðin drægju að sér fleiri
slík atriði (abc), er tölu sannyrða var ekki lengur gætt vandlega, en
þess var naumast að vænta í danskvæði. abc gætu verið úr lýsingu
skessunnar, eða lastmæli úr annarri átt,27 d er sjálfsagt síðari viðbót.
Þegar þessi atriði eru talin frá, er samsvörun dansins og sögunnar um
sannyrðin svo fullkomin sem framast má vænta. Athugunin sýnir, að
tala og inntak sannyrðanna í fornaldarsögunni muni vera óbreytt frá
sameiginlegum fortexta hennar og dansins. Hin ranga tala, grautar-
hátturinn í framsetningu, en einkum gerð 3. og 4. sannyrðis, — allt
yrði þetta miklu skiljanlegra með því að gera ráð fyrir efnisheimild
fornaldarsögunnar í bundnu máli náskyldu dansinum, ef til vill dans-
inum sjálfum.
IV. KVEÐSKAPARLEIFAR í SÖGUTEXTANUM
Úr því að dansinn er ekki kveðinn út af fornaldarsögunni, eins og
álitið hefur verið, verður að leita annarrar skýringar á skyldleikanum.
Einfaldasta lausnin væri að snúa myndinni við og telja söguna samda
af efni úr dansinum. Sitthvað bendir til að svo kunni að vera, en óræk
sönnun liggur ekki á lausu. Að því leyti sem séð verður, hefur frá-
sagnarefni efnisheimildar fomaldarsögunnar komið heim við frásögu-
þráð dansins. Björn ráðgjafi og það sem komið hefur í Ijós um sann-
yrðin yrði skiljanlegra, ef efnisheimild fornaldarsögunnar hefði verið
bundið mál, helzt danskvæði. En í fyrsta lagi verður ekki tekið þvert
fyrir að til kunni að hafa verið annar kveðskapur um Illuga, ef til vill
rímur. Og í öðra lagi gæti hafa verið til lausamálssaga, ef til vill með
einhverjum vísum. Slík saga gæti annaðhvort hafa verið efnisheimild
dansins eða verið rannin frá honum. En þegar orðafarstengslin era
höfð í huga, virðist sú skýring tækilegust sem gerir ráð fyrir fæstum
óþekktum stærðum.
27 b og c eru sýnilega í ætt við vísu, sem er tilfærð við orðið hfibfri í Ordsam-
ling fraa Robyggjelaget fraa slutten av 1600-talet, útg. af T. Hannaas í Ældre
norske sprogminder II (Kristiania 1911), sjá bls. 25.