Gripla - 01.01.1975, Síða 36
32
GRIPLA
Óefanleg sönnun þess að sagan sé rannin frá dansinum fæst ekki
nema sýna megi skýra leif eða leifar danstextans í sögutextanum. Á
slíku era mjög litlar líkur. Dansaháttur er ekki harðsnúinn bragur, og
sögumaður yrði að hafa staðið slælega að verki til þess að skilja eftir
slík ummerki. Eins og varðveizlu dansa er háttað, væri það líka ein-
stök tilviljun, ef nægilega mikið stæði óhaggað í danstexta til þess að
sýna slík tengsl. Og á hinn bóginn era skýrastu merki bundins máls
svo óeðlileg í lausu máli, að þau mundu verða skammlíf nema texta-
varðveizla væri trúrri en vant er um skemmtisögur í handritum.
Texti Illuga sögu kemur hér og þar óeðlilega fyrir sjónir. Á nokkr-
um stöðum vaknar sú hugmynd að kveðskapur hafi vakað í huga þess
sem samdi. En erfitt er að ná handfestu á slíku efni. Á tveimur stöð-
um era bragarmerkin þó svo greinileg, að varla verður um villzt.
Skulu þeir nú athugaðir nánar.
1.
Um sjóferðina, fyrsta atriði hins sameiginlega söguþráðar dans og
sögu, er nokkuð löng lýsing. Hún er lauslega sett saman, raglingsleg,
og mikið ber þar á endurtekningum sem ekkert erindi sýnast eiga í
lausamálsfrásögn, þar sem einn atburðurinn rekur annan. Efnið er
ekki margbrotið. Það er þetta: Mennirnir hrekjast fyrir stormi norður
í haf, fá við ekkert ráðið, en bera sig þó vel. Þeir koma að lokum í
nánd við land (Gandvík), fara að beita seglum til þess að bjarga sér,
og að síðustu rekur þá upp í vík eina og halda öllu heilu. En sagan
segir þetta í lengra máli:
At hausti vill Sigurðr heim halda, ok þá rekr á storm mikinn; tók þá skipit
at gánga of mikit, rekr þá norðr í haf; herti seglit, svá hélt við rif, tekr nú
hvert band at slitna; þeir sjá hvergi landa til; sjórinn tekr nú at ókyrrast,
ok gjörði svá stóran storm, at inn rann á bæði borð, en svá voru þeir allir
hraustir, sem á þessu skipi voru, at engi talaði æðruorð. Skipit tekr nú mjök
at leka, ok standa allir í austri 8 dægr;
skip rekr lángt norðr í
haf í vík þá, er Gandvík hét. Þeir herða þá seglit með sterku bandi, ok fá
nú stór áföll, svá búit var við at brjóta skipit; flestir voru þá móðir. Því-
næst sjá þeir land, þat var björgum lukit; síðan rekr upp skipit í eina vík,
héldu þeir heilu skipi ok mönnum.
Hér era sett skil í miðju stykkinu til hægðarauka. Á þeim stað
verða skil í efni frásagnarinnar. Fyrir þau rekur skipið stjórnlaust í