Gripla - 01.01.1975, Side 37
33
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
átta dægur, en eftir þau eru mennirnir komnir í Gandvíkursjó og
farnir að reyna að ráða ferðinni sjálfir.
Nú blasir við, að fjórir orðstaðir, sem fram koma fyrir þessa að-
stæðnabreytingu, eru endurteknir í síðari hlutanum, en þó þannig, að
orðfæri er vikið lítilsháttar við:
1. rekr þá norðr í haf / skip rekr langt norðr í haf
2. herti seglit . . . / Þeir herða þá seglit . . .
3. tekr nú hvert band at slitna / . . . með sterku bandi
4. þeir sjá livergi landa til / Þvínæst sjá þeir land
Aðalorðin (reka norðr í haf, herða segl, band, sjá land) eru hin
sömu á báðum stöðum, en breytingar í orðalagi og samböndum spegla
breytt viðhorf, breyttar aðstæður. í 2 og 3 koma fram skáldlegar and-
stæður. Fyrst herðir vindurinn seglið ‘svá hélt við rif’, síðar herða
mennirnir það sjálfir ‘með sterku bandi’. Fyrst sjá mennirnir hvergi
land, síðar sjá þeir land. En þessar andstæður njóta sín alls ekki í
lausamálinu. Þar verður of langt á milli. Of margt og sumt merkingar-
lítið skilur í sundur það sem á að fljóta samferða inn í vitund
áheyranda.
Sumt sem hér er sagt á naumast heima í sagnastíl. Þegar sagt er:
herti seglit, svá hélt við rif ætti að vera óþarft að bæta því við að
hvert band tók að slitna. Og þegar seglið er hert til siglingar, nær
naumast nokkurri átt að geta þess sérstaklega, að þetta sé gert með
sterku bandi. Því væri sleppt í venjulegum sögustíl, en væri það eigi
að síður haft með, mundi fremur notað eitthvert annað orð en band,
sem þar að auki stenzt varla í eintölu í slíku sambandi. Fyrra staðinn
með band má verja, því að þar er fleirtölumerking (hvert band).
Það væri að vísu ekki óhugsandi í lausu máli að hrakningsfrásögn
skiptist í tvennt á þennan hátt, fyrir og eftir landkenning. En þessi
endurtekning orðstaða og hið skáldlega andstæðuspil á alls ekki heima
í prósa. Það verður naumast skýrt með öðru en efnisheimild í bundnu
máli í dansastíl, því að í eiginlegum rímum kemur slíkt naumast fyrir.
í dönsum ber hins vegar mikið á leik að endurtekningum, og rímorð
eru oft látin endurtaka sig. Þegar hugsað er til orðastaðarins með
land, sem lokleysuorðið band fer skammt á undan á báðum stöðum,
verður næstum óhjákvæmilegt að geta sér þess til að þau hafi rímað
saman í vísu, sem hafi verið endurtekin með einhverjum breytingum.
Rímið mundi skýra hina ómögulegu eintölu á síðara staðnum.
Gripla 3