Gripla - 01.01.1975, Síða 40
36
GRIPLA
vonlaust verk að reyna að yrkja vísurnar upp eftir textanum. Úr dans-
kvæði hefur þetta ekki verið tekið, ef rétt er til getið um bragarhátt-
inn. Hátturinn virðist ekki gera vart við sig fyrr en um 1600, og þá
eingöngu í viðlögum.3 Hefur þá Gríðarlýsingin verið í viðlagi? Sú
hugmynd er heldur ótrúleg. Lítur því frekar út fyrir að höfundur
sögunnar hafi fengið hana úr annarri átt en siglingarlýsinguna. Gríðar-
lýsingin veikir því fremur en styrkir trúna á, að siglingarlýsingin sé
fengin úr Illuga dansi.
Ýmsir fleiri staðir eru í textanum, sem álitlegt gæti verið að telja
leifar bundins rnáls, en erfiðara er að ná tökum á þeim en siglingar-
lýsingunni, sem er skýrasta danskvæðismarkið á sögunni, og Gríðar-
lýsingunni, sem er og verður gáta á marga lund. Skal því málið ekki
lengt með því að telja fram og ræða slíka staði.4
Segi nú einhver, að afkárabragur sighngarlýsingarinnar sé hlutdræg
ímyndun lesandans, má láta afritara sögunnar í handritum vitna um,
að skyn þeirra um eðlilegan eða óeðlilegan frásagnarstíl hefur verið
svipað skyni þess, sem nú hefur lesið Illuga sögu. Hið sama má gera
við lýsingu Gríðar. Um hana mætti láta sér detta í hug, að bragar-
leifin væri komin til við einhverja breytingu eða viðbót.
3 Elztu örugg dæmi munu vera í Vísnabókinni 1612. Mesta fjölda viðlaga með
þessum bragarhætti og svipuðum er að finna í safni Jóns Samsonarsonar, Kvæði
og dansleikir II (Reykjavík 1964), bls. 161-282. Bragarhátturinn hlýtur að hafa
verið kunnur söngháttur um 1600, en ógerningur að álykta, hve miklu eldri hann
kann að vera. Hugsanlegt er, að vísan augu . . . fríða hafi verið útklykking lýsing-
ar í bundnu máli, en það sem á undan fór hafi verið með öðrum bragarhætti. Með
því móti kæmust fleiri líkleg rímorð í rímstöðu. En dansbragur hefur það þá alls
ekki verið.
4 Þó er freistandi að drepa á endurtekna og lokleysulega samfylgd orðanna
skjótt-dóttur, Fas. III, 65326 og 65420'21. Endurtekin samfylgd orða án þess að efni
samhengisins krefjist þess er ekki einkenni á eðlilegu lausamáli og bendir því til
texta í endurtekningastíl (dansabragar). Ekki er þó að ætla, að þessi orð hafi rímað
saman. í öðru lagi verður að nefna endurtekninguna mitt hitt ógrliga sax / þitt
hitt ógrliga sax (6565 / 65722‘23). Þessi mynd ákveðins greinis í hvorugkyni mun
ella vera lítt kunn í íslenzku, ef ekki ókunn með öllu, enda þótt hún sé rétt fær-
eyska. Sú hugsun vaknar að hitt kunni að vera villa í útgáfunni, þó að endurtekn-
ingin virðist mæla á móti því. Athugun leiðir og í ljós að hér er um að ræða
prentvillu eða ef til vill misheppnaða tilraun til fyrningar. í handriti því sem lagt
er til grundvallar útgáfunni í Fas. III, AM 123 8vo, stendur greinilega hid á
báðum þessum stöðum.