Gripla - 01.01.1975, Page 41
ILLUGA SAGA OG ILLUGA DANS
37
Ég hef athugað lýsingamar tvær í tiltækum handritum5 og ekki
fundið nein merki annars en þær séu upphaflegar í textanum. Flestöll
lýsingaratriðin em hvarvetna með, í einhverri mynd. En í þessum
tveimur stykkjum era afritarabreytingar meiri en annars í textanum,
og sýnir það, að mönnum hefur ekki þótt stíllinn eðlilegur. Sem dæmi
um þróunina má taka báðar lýsingarnar eftir AM 582 4to frá 17. öld.
1. Ad hauste vill Sig: heim hallda, rekur þá á storm mikinn so ofbiria verdur,
og rekur þa nordur um haf, herder nu so á seglinn ad hiellt vid rife, sijdann
tekur hvort band ad slitna, sia þeir nu hvorge til landa enn inn rennur á
bædi bord, kemur nu leke á skipid so aller standa nu j austre 18 daga
binda þeir seglinn nu med sterkum bondum og fa stor áfoll so jafnan lá vid
skipbroti og eru þeir flester uppgiefner Nu sia þeir land fyrer stafne lijkast
sem j hamra sæe og rak þar inn skipid j eina vijk, enn þeir hielldu heilu
skipe sijnu og monnum.
Skilin milli hinna tveggja hluta era horfin; ástandsbreytingin við kom-
una í Gandvíkursjó úr sögunni. Orðastaðimir 1-4 era varðveittir í því
máli, er svarar til fyrra hlutans, en allir ögn breyttir. í því, er svarar
til síðara hlutans, era aðeins staðirnir 3-4 varðveittir, svo og partur
af 2 (binda segl í stað herða segl). í orðastað 3 er flt., bönd í stað
band, og er það viðunanlegra, en merking sambandsins er enn óljósari
en fyrr. Aðrar endurtekningar hafa og horfið. Af texta AM 582 4to
einum mundi víst fáum hugkvæmast hann væri í ætt við kvæði.
2. þotti honum sem hagl og hrijd stædi vr vitum hennar, horinn hieck ofann
á munninn, hun hafdi skiegg mikid og kollhettu á hofdi, hendur hennar
voru sem arnarklær, brirnar sem bik, augun græn, ennid helblátt, eyrun
fiellu um vangana, sa stackur er hun var j tók ei leingra enn á lendar [vant-
ar í: á bakid, e. þ. u. 1.], enn j fyrer á tær ofann, einginn villdi hana frijda
kalla.
Röð lýsingaratriða er nú orðin önnur en í AM 123 8vo, augu-enni-
eyra koma hér á undan stakknum. Loka-athugasemdin er þó hin sama
að merkingu. í staðinn fyrir brenndar ermar koma hér ‘brimar sem
bik’, en það er ekki ólíklegur mislestur að ermar verði ‘brirnar’ (fljóta-
skrift). Hugmyndartengsl era og frá þessu til hins helbláa ennis, sem
5 AM 169 d fol., AM 193 d fol., AM 203 fol., AM 298 4to, AM 363 4to, AM
582 4to, AM 591 g 4to, AM 592 a 4to, AM 949 e 4to, Rask 30, Rask 35, — Lbs
152 4to, Lbs 1572 4to, Lbs 2152 8vo, JS 408 8vo.