Gripla - 01.01.1975, Síða 42
GRIPLA
38
eitt sinn var bratt, en ekki blátt. Öll merki bundins máls mega heita
horfin.
Breytingamar staðfesta dóminn um hið óeðlilega í frásagnarhætti
þessara tveggja pósta.
V. LOKAORÐ
Að lokum má draga saman helztu niðurstöðumar og bæta við fáein-
um athugasemdum.
Samanburður við síðari norðurfararsögu Þorkels aðalfara hjá Saxa
leiðir í ljós, að frásagnarefni Illuga dans er sett saman úr tveimur
söguefnum á þann hátt að rétt er að tala um samsteypu úr: 1) sögu
um siglingu til tröllheima, eldsleysi og fundi við tröll sem krefjast
sannyrðasagnar fyrir eld, og 2) ævintýri um rænda kóngsdóttur, sem
hetja finnur hjá trölli, frelsar og kvænist síðan.
Athuganir á efni og samsetningu Illuga sögu leiða til þeirrar niður-
stöðu að hún sé samin upp úr söguefni, sem í öllum meginatriðum
hafi haft sömu atburðarás og hin samsteypta frásögn dansins. Þar sem
á milli ber í sameiginlegum efnisatriðum (eldssýnin, nef skessunnar),
má sýna fram á að dansinn hafi efnið í upprunalegri mynd en sagan.
En þar sem sagan er alveg sér um efni (fóstbræðraminnið, álagasagan,
vondur ráðgjafi), sýnir það sig að þetta muni vera viðbætur við og
breytingar á upphaflegra söguefni.
Hér er komið að mikilvægustu niðurstöðu rannsóknarinnar: Dans-
inn geymir söguefnið í upphaflegri mynd en fornaldarsagan. Dansinn
getur því ekki verið ortur á grunni fornaldarsögunnar. Dansskáldinu
hefði verið ógemingur að endursemja söguefnið til upphaflegra horfs
út frá fornaldarsögunni. Niðurstaða Knuts Liest0ls um skyldleika sögu
og dans, sem varð mikilvæg stoð fyrir hugmyndir hans og annarra um
samband fornaldarsagna og dansa,1 getur því ekki verið rétt.
Eftir stendur þá vandamálið um á hvem annan veg tengslunum sé
háttað. Orðafarsatriði sýna að með dansinum og sögunni er ekki að-
eins söguefnissamband, heldur einnig textatengsl. Innri gerð og tala
sannyrðanna í sögunni, svo og Bjöm ráðgjafi, sem einnig kemur fyrir
í norska dansinum (Herebjpnn), yrðu miklu skiljanlegri efnisatriði
1 Sjá hve efunarlaust niðurstaðan er sett fram og hvernig hún er höfð til hlið-
sjónar þegar fjallað er um önnur slík rannsóknarefni í bók Liestþls, Den norrþne
arven, Oslo 1970, bls. 61 o. áfr.