Gripla - 01.01.1975, Síða 98
94
GRIPLA
frjálsra manna. Við stofnun hjúskapar fer oft og tíðum fram eins
konar mat á þjóðfélagsstöðu manna og persónulegum verðleikum;
getið er um mannvirðingar, ætterni og auð. í veislum er mönnum
raðað eftir mannvirðingum, og ákvarðanir um bætur fyrir víg eða
miska fara mjög eftir þjóðfélagsstöðu. Sturlunga saga, sem sýnir þessa
stéttagreiningu enn skýrar, er til vitnis um, að í þessum efnum spegla
sögurnar þjóðfélagið.
Þrátt fyrir mannfjölda í flestum íslendingasögum eru menn að jafn-
aði nafngreindir, oft einnig sögð á þeim nokkur deili og lýsing sniðin
eftir þörfum frásagnar. Þetta nær einnig til hinna lægstu stétta. At-
hyglisvert er, að menn ræðast einatt við sem jafningjar, jafnvel þræll
eða vinnuhjú getur svarað höfðingja fullum hálsi og orkað á atferli
hans.
í miðaldabókmenntum meginlandsins opnast annar heimur. Átökin
eru stærri, stórstyrjaldir og landvinningar, útópísk ævintýri. Öll stétta-
mörk eru skarpari. í riddarasögum eru annars vegar ídealiseraðir
höfðingjar og hefðarfrúr, þar sem aldrei sést kartnögl á fingri, en um-
hverfis er einkennalaus og nafnlaus skari. Þótt stéttaskipting sé greini-
leg í íslendingasögum, er hún gerólík þeirri, sem hér um ræðir. Samt
er þar fjöldi einstaklinga, sem höfundar sagnanna taka litla afstöðu
til. Hér er um að ræða fólk, sem kemur lítið við sögu eða tekur ekki
frásagnarverða afstöðu sjálft. Verður að minnast þeirrar meginreglu
sagnanna að takmarka lýsingar við þarfir aðalfrásagnar, svo að af
þessu verður lítil ályktun dregin um sögusamúð eða andúð. Hin hlut-
læga stílstefna og hófstilling hinna fomu sagnameistara blandar einnig
oft sögusamúðina og dregur fram mismunandi sjónarmið. Hetjan, sem
alltaf á einhverja samúð lesandans, er síður en svo flekklaus (Egill,
Gunnlaugur ormstunga, Kjartan Ólafsson, Grettir), og á sama hátt má
mjög oft finna eitthvað, sem bætir hlut þeirra, sem sagan er andvíg
(Hildiríðarsynir í Eglu, Hrappur og Mörður í Njálu). En því meir
sem höfundur víkur frá hlutlægni til huglægni í túlkun sinni, þeim
mun auðgreindari er að jafnaði sögusamúð hans.
Hér á eftir mun ég nú í nokkrum orðum víkja að þeim frásagnar-
einkennum, sem ég hef aðallega haft til marks um sögusamúð.
í fyrsta lagi skal nefna kynningu eða frumlýsingu persónunnar. Hér
er hlutlægnisreglan iðulega brotin og höfundur leggur huglægt mat eða
dóm á söguhetju sína. Lýsing Njáls er á þessa lund: