Gripla - 01.01.1975, Page 99
95
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR
Hann var vel auðigr at fé ok vænn at áliti, en sá hlutr var á ráði hans, at
honum óx eigi skegg. Hann var lggmaðr svá mikill, at engi fannsk hans
jafningi, vitr var hann ok forspár, heilráðr ok góðgjarn, ok varð allt at
ráði, þat er hann réð mgnnum, hógværr ok drenglyndr, langsýnn ok lang-
minnigr; hann leysti hvers manns vandræði, er á hans fund kom.3
Annarri sögupersónu sinni lýsir Njáluhöfundur svo:
Skammkell hét maðr; hann bjó at Hofi gðru; hann átti vel fé. Hann var
illgjarn ok lyginn, ódæll ok illr viðreignar. Hann var vinr Otkels.4
Stundum áréttar höfundur mat sitt síðar, annaðhvort með eigin
orðum eins og í upphafi eða hann skírskotar til almenningsálits. Ákveð-
in innræting felst einnig í orðum einnar sögupersónu um aðra. Þannig
lætur Njáluhöfundur Gissur hvíta staðfesta einkunn Skammkels: .
en þó hefi ek þik sét illmannligstan mann, ok eigi deilir litr kosti, ef
þú gefsk vel.’5
í öðru lagi skiptir sjónarhom frásagnarinnar (point of view) megin-
máli fyrir samúð sögunnar. Lesandi fær samúð að öllum jafnaði með
persónu, ef hann kynnist málefnum frá sjónarhóli hennar, fylgist með
henni og heyrir hana túlka málstað sinn. Hér má ekki gleyma þeirri
tilfinningatjáningu, sem felst í vísum.
í þriðja lagi má greina samúðina af inntaki sögunnar í heild, þegar
tekin hafa verið til athugunar hin margvíslegu atvik og samspil þeirra.
Höfuðmáli skiptir aðstaða persónunnar, valkostir hennar og loks
breytni.
Þessi stutta greinargerð verður að nægja hér, en í annan stað
beinist könnun mín að þjóðfélagsstöðu persóna, einkum aðalpersóna
í nokkrum sögum. Jafnframt verður að hyggja að ættemi og efnahag.
Þá verður ekki hjá því komist að taka mið af þeim siðferðisboðskap,
sem lesa má út úr sögunum, og loks verður að hafa í huga íslenskt
þjóðfélag og menning, eftir því sem um er kunnugt bæði frá þjóð-
veldisöld og ritunartíma sagnanna.
Eins og ég vék að áðan, kemur afstaða höfunda misjafnlega ljóst
fram í sögunum. Greinilegt höfðingjaviðhorf verður ríkjandi í sögum,
sem fylgja sömu höfðingjaætt í marga liðu (Vatnsdæla saga, Egils
saga, Laxdæla saga). En annars er ætlun mín að ræða um tvær ólíkar
3 Brennu-Njáls saga. íslenzk fornrit XII, bls. 57.
4 Sama, bls. 120.
5 Sama, bls. 129.