Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 100
96 GRIPLA
gerðir sagna, sem sýna að sögusamúðin er af mismunandi toga
spunnin.
í sumum sögum er líkast því sem höfundur horfi yfir sögusviðið úr
svo mikilli hæð, að hann fær áþekka sýn til allra deiluaðilja. Hann
virðist meta atferli hvers og eins af hlutlægni og skýrir það án veru-
legrar ástríðu eða tilfinningasemi. í þessum sögum kemur fram félags-
legt raunsæi og skilningur á vanda höfðingjans, þótt hann þurfi ekki
að eiga óskoraða samúð lesanda. Af þessu tagi eru Eyrbyggja, Hrafn-
kels saga og Bandamanna saga þrátt fyrir margháttaða sérstöðu hinn-
ar síðastnefndu. Þessar sögur sýna mætur á ‘ráðagerðarmanninum’ og
hann er hinn sterki í þeim öllum (Snorri goði, Hrafnkell Freysgoði,
Þorgeir Þjóstarsson, Ófeigur Skíðason). Hitt er annað mál, að höf-
undarnir taka sér ekki stöðu við hlið þessara manna nema helst höf-
undur Bandamannasögu varðandi hinn síðastnefnda, og á sumu atferli
Hrafnkels og Snorra fær lesandi andúð. Þjóðfélagsskoðun þessara
sagna kemur m. a. fram í afstöðunni til uppivöðslumanna og óaldar-
seggja. Sámur Bjarnason í Hrafnkels sögu var ‘. . . uppivozlumaðr
mikill . . .’, og í frásögn Eyrbyggju af skiptum Snorra goða og Óspaks
Kjallakssonar, sem sat yfir hlut smælingja norður í Bitru, ríkir sam-
úðin með höfðingjanum, sem eyðir flokki ofbeldismannsins.0 Tæki-
færi til að róma garpskap Óspaks lætur söguhöfundur hins vegar
ónotuð. Sama máli gegnir um sonarson hans og nafna, Óspak Glúms-
son í Bandamanna sögu. Þrátt fyrir hreysti og ýmsa eiginleika, sem
minna á Gretti, móðurbróður hans, hlýtur hann litla samúð. Óspakur
er þrjótur sögunnar og örlög hans eftir því. Ekki verður höfundur
Bandamanna sögu þó sakaður um samúð með höfðingjum. Hann
ræðst á þá sem stétt og jafnframt á brotalöm í réttarfari, sem víða
má greina í sögunum, þegar lítilvæg formsatriði í málatilbúnaði eru
látin vega meira en eðli málsins.7 W. P. Ker og B. M. Ólsen héldu því
fram, að Bandamanna saga skýrði innra eðli þeirrar hnignunar höfð-
ingjastéttanna og fall, sem opinberast í Sturlungu.8 Skoðun þeirra fær
stuðning af niðurstöðu Gunnars Karlssonar, að höfðingjar hafi verið
0 Vésteinn Ólason: Athugasemdir um Eyrbyggju. Skírnir 1971.
7 H. Mageröy: Studiar i Bandamanna saga. Bibl. Arn. XVIII.
8 W. P. Ker: Epic and Romance 1908. — Safn til sögu íslands VI. 3.