Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 103
99
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR
fjölmenni. Sagan er öll á bandi Harðar og þeirra, sem fylgdu honum
fastast. í sögulok er það m. a. haft til marks um ágæti Harðar, að
fleiri menn voru drepnir í hefnd eftir hann en nokkum mann annan
á íslandi. ‘Ok urðu þeir allir ógildir.’13
Eðlilegt er að spyrja, hvers vegna áðumefndar útlagasögur taki svo
eindregna afstöðu með brotamönnum gegn þjóðfélaginu og forsvars-
mönnum þess, þegar í odda skerst með þessum aðiljum. Svar mitt er:
Þetta em hetjubókmenntir, allir útlagamir em afburðamenn, svo að
líklegast er, að hér lifi hetjuhugsjón víkingaaldar. Samfara henni er
áhugi á harmsögulegu efni eins og í hetjukvæðum Eddu. En af hvom
tveggja leiðir, að söguafstaðan verður tilfinningaleg fremur en rökleg.
Hávarðar saga ísfirðings bregður upp mynd af viðureign bónda við
höfðingja, sem neytir þjóðfélagsstöðu sinnar til að beita aðra yfirgangi
og ójöfnuði. Þorbjöm Þjóðreksson hafði goðorð um ísafjörð og er
ætt hans kunn af Landnámabók. Þorbjörn vegur Ólaf Hávarðarson,
ungan mann og efnilegan, og era eftirmál vígsins uppistaða sögunnar.
Hávarður karl, faðir Ólafs, er þingmaður Þorbjamar, hniginn á efra
aldur, þegar þessir atburðir verða. Hann gerir tvær árangurslausar
tilraunir til að reka réttar síns og liggur þrjú ár í rekkju, þar til hann
loks hefst handa um hefndir fyrir áeggjan konu sinnar. Verður hann
þá sem ungur í annað sinn, fellir Þorbjöm og bræður hans tvo auk
fleiri fylgdarmanna.
í byggingu og mannlýsingum Hávarðar sögu gætir áhrifa frá ævin-
týra- og hetjurómantík. Höfundi er mest í mun að magna spennu og
áhrif, enda tekst það mætavel. Hann tekur sér stöðu við hlið hetj-
unnar, sem hefur þar að auki lög og rétt sín megin. Persónur sög-
unnar skiptast í vonda og góða eftir afstöðu til aðaldeiluaðilja. Kemur
það skýrast fram í lýsingu Atla hins litla, auðugs bónda í Otradal,
sem umbreytist við liðveisluna við þá Hávarð og vasklega framgöngu.
Aður var hann ‘. . . inn mesti vesalingr . . .’ og einþykkur nirfill, en
á eftir kallar sagan hann hinn hraustlegasta og besta dreng og lætur
hann fá almenningsorð.14 Hávarður berst fyrir sæmd, en ekki völdum
og þess vegna er bjart yfir sögulokunum, enda þótt Hávarður og
félagar hans hafi í rauninni þungan hlut af eftirmálunum, svo sem
13 Harðar saga. Editiones Arnamagnæanæ, series A, vol. 6, bls. 178.
14 Hávarðar saga ísfirðings. íslenzk fornrit VI, bls. 342 og 355.