Gripla - 01.01.1975, Page 104
100
GRIPLA
vænta mátti. Hávarður er gerður héraðsrækur og verður að setjast að
í afdal í öðrum landsfjórðungi.
Brennu-Njáls saga er lengst allra íslendingasagna og jafnframt auð-
ugust að efni. í mannlífi hennar sjáum við þverskurð þjóðfélagsins
allt frá voldugustu höfðingjum niður í farandfólk og þræla. Þótt
höfundur Njálu sé meistari í meðferð hins hlutlæga sagnastíls, er hann
að jafnaði fjarri hlutleysi í atburða- og mannlýsingum, og hafa ýmsir
á það bent.15 Afstaða hans til aðalpersóna er ljós í meginatriðum:
Fjölskyldan á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda eru hans fólk.
Njála er full af víkingaaldarrómantík og vitsmunadýrkun ýmist í anda
Hávamála eða kristinnar menningar. Gunnar er æðsti fulltrúi hefð-
bundinnar hetjuhugsjónar eftir Sigurð Fáfnisbana. Njáll er persónu-
gervingur djúphyggjunnar, sem er aðal ráðagerðarmannsins. Samt er
Njáll ekki höfðingjahugsjónin holdi klædd, þótt hann sé mesti lög-
vitringur landsins, enda hefur hann ekki mannaforráð og beitir vits-
munum sínum einungis til að rétta hlut ættingja og vina, jafnvel þótt
málstaður þessa fólks sé stundum harla vafasamur. Og hann heyr
enga baráttu fyrir eigin völdum né ættmenna sinna. Saga hans er
þannig ekki skrifuð frá sjónarhóli landstjórnarmanns eins og Eyr-
byggja og Hrafnkels saga.
Deiluaðiljar í Njálu eru yfirleitt jafningjar að því er þjóðfélagsstöðu
varðar. Þó virðist að jafnaði samúðin með þeim, sem eiga heldur upp
fyrir sig að sækja. Mörður gígja er fullt eins voldugur höfðingi og
Hrútur Herjólfsson, Kirkjubæingar jafnast fyllilega á við Gunnar að
auði og ætterni, Sigfússynir við Njálssonu, Hallgerður við Bergþóru
og loks Flosi við Ásgrím Elliða-Grímsson. Þennan herslumun jafnar
eftirlætisfólk sögunnar með persónulegum yfirburðum, þar til röðin
kemur að Flosa. Sést af þessu og mörgu öðru, að höfundur Njálu er
meir haldinn hetjudýrkun en höfðingjapólitík, þótt hennar gæti einnig,
eins og síðar verður vikið að. Og hér fer sem víðar í sögunum, þar
sem hetjuhugsjónin er ríkari en félagshyggjan, að samúðin fylgir í
meginatriðum þeim, sem veita afreksmönnunum. Því hygg ég, að Lars
Lönnroth skjátlist, er hann telur í áðurnefndri grein, að sögusamúð
Njálu sé bundin höfðingjastétt á kostnað þeirra, sem lægra eru settir.
Hann bendir réttilega á hlutdrægni söguhöfundar, er hann lýsir annars
vegar húskarlavígum eins og lítið sé um að vera í samanburði við hin
13 Einar Ól. Sveinsson: Á Njálsbúð. L. Lönnroth BLM nr. 10 1970.