Gripla - 01.01.1975, Page 105
101
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR
dramatísku örlög aðalpersóna sögunnar. Hitt sést Lönnroth yfir, að í
Njálu er mörgum meiri háttar manni kálað án þess að rótað sé við
tilfinningum lesandans, og dæmin sem hann velur eru alltof handa-
hófskennd. Nærtækt væri t. a. m. að bera saman ævilok þeirra feðga
Þráins Sigfússonar og Höskulds sonar hans. Þegar Lönnroth ber víg
Höskulds saman við víg Kols Þorsteinssonar, gætir hann þess ekki, að
Njála túlkar Kol sem höfðingja. Hann var bróðursonur Síðu-Halls og
afkomandi Hrollaugs Rögnvaldssonar, jarls af Mæri, eins hins ætt-
göfugasta landnámsmanns. Hér skiptir höfuðmáli, að drápi brennu-
manna er lýst án samúðar í Njálu, enda þótt þeir hefðu hefnt Hös-
kulds, væru í röð betri bænda og komnir af höfðingjum. Andúðin á
Kol er þannig ekki þjóðfélagsleg, heldur magnast hún af því, að .
hann hafði mest hæðiyrði við af brennumonnum’.10
Loks er óhjákvæmilegt að kanna afstöðu Njáluhöfundar til þeirra,
sem þar reynast æðstir valdsmenn eða eru túlkaðir svo. Skal ég fyrst
víkja að tveimur stórhöfðingjum, sem báðir standa utan við megin-
atburði sögunnar heima í héraði, en taka afstöðu til þeirra á alþingi.
Það eru þeir Guðmundur ríki Eyjólfsson á Möðruvöllum og Skafti
Þóroddsson lögsögumaður. Guðmundi er lýst sem mikilmenni. Eftir
rækilega og virðulega ættfærslu er þess getið, að frá honum væri
komið ‘. . . allt it mesta mannval á íslandi’.17 í heild virðist lýsing
Guðmundar stefna að því að sýna, að hér fór maður, sem munaði
um. Og þegar hann hefur tekið eindregna afstöðu með Njálssonum,
eftir að hann hafði heyrt um skipti þeirra Skarphéðins og Þorkels
háks, birtist aðdáun sögunnar í orðum Ásgríms: ‘Ólíkr er Guðmundr
flestum hofðingjum.’18 í Ljósvetninga sögu, sem er aðalheimild um
Guðmund og Njáluhöfundur mun hafa þekkt, skortir hann hins vegar
glæsimennsku og sjálfstæði og hlýtur litla samúð.
Skafti Þóroddsson var lögsögumaður 27 sumur (1004-1030), og
gegndi enginn þeirri virðingarstöðu svo lengi. ‘Hann setti fimmtar-
dómslog . . .’, segir Ari. ‘Á hans dogum urðu margir hofðingjar ok
ríkismenn sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir af ríkis sokum
hans ok landsstjórn.’19 Orð Ara hafa verið skilin svo, að Skafti hafi
10 íslenzk fornrit XII, bls. 461.
17 Sama, bls. 285.
18 Sama, bls. 306.
19 íslendingabók. íslenzk fornrit I, bls. 19.