Gripla - 01.01.1975, Page 106
102
GRIPLA
átt framkvæði að þessari lagasetningu.20 Njáluhöfundur gefur Njáli
hins vegar dýrðina. Meira máli skiptir þó, hvernig ljós sögunnar fellur
á Skafta, eftir að hann hefur neitað Ásgrími um liðsinni við Njáls-
sonu. Sú Iýsing nær hámarki í bardaganum á alþingi:
Þeir Ásgrímr ok hans menn gingu þar þá at neðan. Þórhallr mælti: ‘Þar er
hann Skapti Þóroddsson nú, faðir,’ segir hann. Ásgrímr mælti: ‘Sé ek þat,
frændi,’ — ok skaut hann þegar spjóti til Skapta, ok kom fyrir neðan þat,
er kálfi var digrastr, ok stóð í gegnum báða fœtrna; Skapti fell við skotit
ok fekk eigi upp staðit; fengu þeir þat eina ráðs tekit, er hjá váru, at þeir
drógu Skapta flatan inn í búð sverðskriða ngkkurs.21
Hér er Skafti rúinn virðingu og gerður hlægilegur. Og síðan er nið-
urlæging hans áréttuð með orðaskiptum þeirra Kára (hvort sem Kári
hefur kveðið þær vísur eða elcki), þar sem Skafta er bragðið um
ragmennsku. Þá tilfærir höfundur háðkviðling Snorra goða um ófarir
Skafta og klykkir út með orðunum: ‘Hlógu menn nú allmjpk.’22 Þessi
hlátur, sem þingheimur gerir að Skafta lögsögumanni, verður enn sár-
ari auðmýking, þegar þess er gætt, að honum er skotið inn í drama-
tískan hápunkt sögunnar. Þegar hann þagnar, heldur Hallur af Síðu
áfram ræðu um sættir og býðst til að leggja Ljót, son sinn, ógildan.
Að endingu skal vikið ögn að afstöðu Njáluhöfundar til þeirra
tveggja stórhöfðingja, sem mest era flæktir í meginatburði sögunnar:
Marðar Valgarðssonar og Flosa Þórðarsonar, en tímans vegna verður
stiklað á stóra. Þótt Mörður sé goðorðsmaður um Rangárþing og
voldugri að landslögum en Gunnar frændi hans og Njáll, er hann eins
konar skuggavera og aðalbölvaldur sögunnar. Lýsing hans í upphafi:
‘. . . slœgr maðr í skapferðum ok illgjarn í ráðum’,23 sem höfundur
áréttar síðar, fá fulla staðfestingu í öllu atferli hans. Hetjuafstaða
Njálu kemur hvergi betur fram en í óbeit hennar á mannhrakinu, sem
öfundaði hetjurnar og vildi þær feigar. Hér bjargar það litlu, þótt
maðurinn hafi fortöluhæfileika og kunni talsvert í lögum; hvort
tveggja er einungis nauðsynlegt vegna þess hlutverks, sem hann fer
með í sögunni.
Kunnugt er, að ýmsir hafa lesið Njálu í fyrsta sinn með andúð á
20 Jakob Benediktsson, sjá íslenzk fornrit I, bls. 19 2. nmgr.
21 íslenzk fornrit XII, bls. 406-7.
22 Sama, bls. 411.
23 Sama, bls. 70; sjá einnig bls. 119.