Gripla - 01.01.1975, Page 107
103
SÖGUSAMÚÐ OG STÉTTIR
Flosa, einkum unglingar og óþroskaðir lesendur. Hann gerði að engu
vonir hinna góðgjarnari manna um sættir eftir víg Höskulds. Hann tók
ákvörðun um aftöku Njálssona og hann fullnægði þeirri ákvörðun
með því að brenna einnig inni Bergþóru, Njál og Þórð Kárason auk
fimm annarra heimamanna. í fljótu bragði virðist hann eiga skilið
sams konar andúð og aðrir mótgangsmenn Njáls og sona hans. Ekki
þarf þó að lesa Njálu vandlega til að skilja, að höfundarafstaðan er
ekki á þessa lund. í klassískri epik hefur hetjan að jafnaði verðugan
andstæðing og svo verður einnig í Njálu, eftir að Flosi kemur til
skjalanna. Aður eru hetjurnar oftast andspænis alls kyns vélræðum
vondra manna, flestra lítilsigldra. Nú hverfa öll ráð undir eitt stór-
menni án þess þó að skyggt sé á hina fyrri afreksmenn né sagan
afneiti hetjuhugsjón sinni. Þennan vanda leysir Njáluhöfundur með
því að sameina í lýsingu Flosa og atferli, annars vegar höfðingjahug-
sjón (13. aldar?) og hins vegar hetjuanda sögunnar. Sem höfðingi vill
Flosi setja niður deilur án þess að til eftirmála komi; sem hetja vill
hann berjast, þar til ‘. . . aðrir hvárir hníga fyrir oðrum’.24 Hann reynir
sáttaleiðina til þrautar, þar til grunur hans vaknar um brodd óvirð-
ingar. Eftir það velur hann hiklaust hinn hættumeiri kost og fram-
kvæmir ætlan sína hvað sem hún kostar. í þeim átökum birtist stór-
brotin manngerð og miklir skapsmunir. Eftir ætlunarþörf beitir Flosi
jöfnum höndum vitsmunum, hörku og seiglu, í geði hans er stór-
streymi góðs og ills, er hann heimsækir Ásgrím í Tungu og treður
illsakir við hann, en virðist á samri stundu gera sér ljóst, að hér er
um níðingsverk að ræða.25 En þetta atferli er undantekningin frá
reglunni um drengskap Flosa. Hann er ekki rómantísk hetja sjálfur,
en hins vegar sami aðdáandi Gunnars og Kára og höfundur Njálu.
Að sama skapi hefur hann fyrirlitningu á svæsnustu óvinum Njáls-
sona. í lýsingu Flosa nálgast Njála þær sögur, sem fjalla um efnið frá
sjónarhóli ábyrgra stjómenda.
Af dæmum þeim úr íslendingasögum, sem hér hafa verið dregin
saman, er ekki unnt að álykta, að samúð með söguhetjunum fari eftir
þjóðfélagsstöðu þeirra. Hitt virðist vega þyngra, að sögupersónan sé
gædd einhverjum þeim eiginleika eða eiginleikum, sem metnir hafa
verið til mannkosta á þjóðveldisöld. Virðist hetjuhugsjónin þyngst á
24 íslenzk fornrit XII, bls. 315.
25 Sama, bls. 359-61.