Gripla - 01.01.1975, Blaðsíða 187
183
RÍMUR AF FINNBOGA RAMMA
Texta Finnboga sögu er að sjálfsögðu ekki fylgt nákvæmlega í
Finnboga rímu, og verður það ekki rakið hér, heldur gripið niður á
stöku stað, þar sem á annan veg er sagt frá í rímunni en í sögunni.
Þegar Finnbogi og Álfur afturkemba komu til gistingar segir í sög-
unni:
Eptir þat skiptu þeir verkum með sér. Finnbogi sló upp eld, en Alfr tók
vatn.5 6
í Hallfreðar sögu segir að Hallfreður skipti verkum með sér, Auð-
gísli og Önundi,0 en í Áns sögu bogsveigis er sagt að Gáran stigamað-
ur spurði Án: ‘. . . hvort villtu heldr taka vatn eða gjöra eld.’7 í
Finnboga rímu færeysku segir að Finnbogi og Álfur tóku náttstað í
Skopun; að kveldi sátu þeir ‘og drukku mjpð av skál’ (A 14.1), en
þar var ekki kyrrt, og steyptist ketillinn niður í eldinn (A 15) og varð
myrkt í húsinu (A 16). Þá spyr Álfur hvort Finnbogi vilji heldur
kveikja eld eða sækja vatn. Hér víkur ríman frá efni sögunnar, og
nú vill svo til, að undarlega náin samsvörun verður í orðalagi í Finn-
boga rímu og Áns rímum bogsveigis, sem eru ortar eftir Áns sögu:8
Án. IV:
36. Frá eg að þessi fýlan rög
frækinn spurði Bjarnar mög:
‘Hvort vill kappinn kænn við slög
kveikja eld eða sækja lög?’
37. Hér má þreifa um harkapilt.
Hetjan svaraði allvel stillt:
‘Vatn er hér að vakta illt;
eldinn kveiki eg þegar þú vilt.’
í Hallfreðar sögu segir að Önundur stigamaður hjó til Hallfreðar
með öxi.9 í Áns sögu bogsveigis er vopn Gárans stigamanns ekki
nefnt, og Finnboga saga nefnir ekki vopn Álfs afturkembu. í Finn-
boga rímu og Áns rímum er hins vegar talað um öxi:
17. ‘Hvat heldur vilt tú, kempan h0g,
kveikja eld ella sþkja l0g?’
18. Ikki kvaðst tann kempan hpg
kunnugt vera at s0kja l0g.
5 ísl. fornrit XIV, bls. 278.
6 ísl. fornrit VIII, bls. 169-170.
1 Fas. II, bls. 345.
8 Áns rímur bogsveigis, íslenzkar miðaldarímur II, Ólafur Halldórsson bjó til
prentunar, Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, rit 4, Reykjavík 1973.
9 ísl. fornrit VIII, bls. 170.