Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 189
RÍMUR AF FINNBOGA RAMMA 185
í Finnboga sögu er þannig sagt frá viðureign söguhetjunnar við
hvítabjöm:
Ok einn tíma, er þeir váru niðri báðir, þá tekr hann annarri hendi knífinn,
en annarri tekr hann saman skinnit undir bæginum, stingr nú knífinum
fyrir framan, slíkt er hann má taka, lætr síðan hlaupa aptr skinnit yfir
henina; blæðir þá inn, ok mæðir dýrit skjótt. Ok svá verðr með öllu um-
fangi þeira, at Finnbogi deyðir björninn.12
Eins og áður segir er sama minni notað í Vilmundar sögu viðutan,
þar sem á þessa leið er sagt frá því þegar Vilmundur drap björninn:
Hann tekur nú sinn tygilkníf og stingur undir bóg dýrinu og inn til hjart-
ans. . . . En þegar björninn hefir banasár fengið, dettur hann dauður niður,
því það er hans náttúra, að hann hefir engi fjörbrot.13
Finnboga ríma og Vilmundar rímur viðutan eftir Orm (hér á eftir
stytt VO.) fylgja ekki algerlega sögunum sem þær em ortar af;14 í
þeim em sameiginleg efnisatriði og orðalagsh'kingar sem varla geta
verið fyrir tilviljun:
Fi. A:
68. Finnbogi legði seg undir kav,
tók til muddin, hans móðir gav.
69. Finnbogi hevur í hondum hógv,
brá hann svá undir bjþrnina bógv.
70. Leysan seg úr vatni bar,
dývir hann bjdrnina so undir kav.
71. Helt so saman hold og skinn,
at benin skuldi blþða inn.
72. Dýrið s0kk í d0kkan sand,
Finnbogi kom sær upp á land.
73. Dýrið s0kk tá niður til grunn,
Finnbogi leikar nú glaður á sundi.
VO. VII:
65. Kappinn hyggst í kólgu vóg
karl að hafa frá lífi,
leggr hann undir bjarnar bóg
með bitrum tygilknífi.
66. Féll þá hratt úr benjum blóð,
björn réð sár að kenna;
ítran lét hann unda skóð
inn til hjartans renna.
67. Heimtir saman með höndum skinn,
halrinn ráðin kunni;
í búkinn varð að blæða inn,
svo björn féll dauðr að grunni.
Mismunur á Finnboga rímu og sögunni er í fyrsta lagi, að í rím-
unni segir að Finnbogi hélt saman holdi og skinni á birninum, svo að
benin blæddi inn, en í sögunni að hann dró til skinnið, áður en hann
stakk bjöminn, og lét það hlaupa aftur yfir benina; í öðm lagi er
tekið fram í rímunni að dýrið sökk niður til gmnna (í dökkan sand),
sem ekki er nefnt í sögunni. í Vilmundar sögu er sagt að björninn
12 ísl. fornrit XIV, bls. 285.
13 LMIR IV, bls. 170. 6-11.
14 Vilmundar rímur viðutan, íslenzkar miðaldarímur IV, Ólafur Halldórsson
bjó til prentunar. I prentun.