Gripla - 01.01.1975, Side 190
186
GRIPLA
datt dauður niður þegar Vilmundur hafði stungið hann til hjartans,
og þar sem þeir voru á sundi, skilur lesandi textann vitanlega þannig,
að björninn hafi sokkið niður til grunna. í VO. er VII 67 efnislegur
íauki sem á sér enga stoð í texta sögunnar og er raunar mótsögn við
það sem segir annars staðar: ‘Féll þá hratt úr benjum blóð’ (VII 66.
1), og að ‘vatnið gjörvallt var sem blóð’ (VII 69.3), ennfremur: ‘Blóð-
hrönn eina að bragnar sjá’ (VII 70.1), þar sem kemur fram að bim-
inum hefur aldeilis ekki blætt inn, enda á þetta efnisatriði hvorki
heima í Vilmundar sögu né Vilmundar rímum. í Finnboga rímu er
hins vegar tekið fram, að jarl bannaði Finnboga að hafa vopn á sér,
þegar hann færi að þreyta sund við hvítabjöminn, sbr. A 60:
Tá ið tú kemur um sundagarð
skalt tú ikki hava vákn á tær.
Hann verður því að gæta þess að ekki blæði úr sárinu, því að þá
hefði komist upp að hann hafði hníf á sér. í sögunni er ekki tekið
fram að Finnbogi skyldi vera vopnlaus, en þar er hins vegar getið um
ráð það sem hann beitti til að biminum skyldi blæða inn. Líklegt er
að efni VO. VII 67 sé sótt í sögu eða rímur sem hafa haft samskonar
frásögn og er í Finnboga rímu, en orðalagslíkingar sem era í Fi. A 71
og 73.1 annars vegar og VO. VII 67 hins vegar benda eindregið til
að einhver skyldleiki sé þar í milli. Sama máli gegnir um líkt orðalag
í Finnboga rímu og Áns rímum bogsveigis; það kemur fyrir einmitt
þar sem Finnboga ríma víkur frá efni sögunnar og hefur fyllri frásögn.
Hér verður ekki reynt að finna óyggjandi svör við því, hvemig
standi á skyldleika Finnboga rímu færeysku, Áns rímna bogsveigis og
Vilmundar rímna viðutan eftir Orm, heldur skal hér bent á hugsan-
lega skýringu. Vel má vera, að Finnboga ríma færeyska sé ekki ort
eftir Finnboga sögu, heldur íslenskum Finnboga rímum sem hafi verið
yngri en Áns rímur og þegið þaðan bæði efnisatriði og orðalag, en
hins vegar eldri en VO., og mætti vera að VO. VII 67 væri komið úr
þeim lítt eða ekki breytt. Rímnaskáld tóku stundum erindi úr eldri
rímum traustataki, sbr. Lokmr II 44 og Bósa rímur III 13:
LO. II:
44. Hrauðnir spurði og hreyfði sig
hvað þá væri í leikum:
‘Hvort munu fuglar fella á mig
fagra laufið af eikum?’
Bó. III:
13. Hrímnir talaði og hreysti sig,
harður næsta í leikum:
‘Hvað munu fuglar fella á mig,
eða fölnar laufið á eikum?’