Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 191
RIMUR AF FINNBOGA RAMMA
187
Þetta erindi er í kafla, þar sem höfundur Bósa rímna hefur vikið frá
efni sögunnar sem hann orti eftir, og einmitt þar fær hann lánaða
vísu úr öðrum rímum.15 Einnig mætti vera, að úr *Finnboga rímum
væri kominn lesháttur í texta Áns rímna í Hólsbók, AM 603 4to, sem
í stað Án. IV 39.3 (sjá bls. 184) hefur: ‘eigi hyggst hann brytja smátt’,
og fer þar öll stuðlasetning úr skorðum. En ef þessi lesháttur er ætt-
aður úr *Finnboga rímum væri líklegast að Fi. A 23 ætti rætur að
rekja til vísuorða sem upphaflega hefðu verið þannig:
Álfur reiðir öxi hátt,
eigi hyggst hann brytja smátt.
Ekkert er vitað um aldur Finnboga rímu færeysku, og vitanlega
gefa uppskriftir frá 18. og 19. öld óskýra mynd af frumgerð kvæðis-
ins. Elstu íslenskar rímur sem vitað er um af Finnboga ramma eru
eftir Guðmund Bergþórsson (1657-1705), ortar 1686,10 en ekki er
Finnboga ríma færeyska ort eftir þeim. Engar heimildir eru um að
eldri Finnboga rímur hafi verið til, ortar á íslandi, en þess er að
gæta, að rímur sem hafa verið ortar á íslandi fyrir siðaskipti eru ekki
allar varðveittar, sem betur fer.
15 Die Bósa-Rímur herausgegeben von Otto L. Jiriczek, Germ. Abhandl. X,
Breslau 1894, bls. 86; Björn K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, Safn Fræðafjelags-
ins um ísland og íslendinga IX, Kaupmannahöfn 1934, bls. 408.
16 Olgeirs rímur danska eftir Guðmund Bergþórsson, Björn K. Þórólfsson og
Finnur Sigmundsson bjuggu til prentunar, Reykjavík 1947, I, bls. xvi og xvii.
SUMMARY
The Faroese Finnboga ríma is based on chapters 12-17 of Finnboga saga ramma,
with the natural adjustments that Finnbogi is said to be Faroese and that the
action is made to take place in the Faroes and Norway. In these chapters there are
motifs whichs also appear in Hallfreðar saga, Ans saga bogsveigis, Kjalnesinga
saga, Vilmundar saga viðutan and others. Finnboga r'ima deviates from the saga
at a number of points. Where this occurs there is a blatant similarity between the
ríma and corresponding episodes in Ans rímur bogsveigis and Ormur’s Vilmundar
rímur viðutan (VO.). It is possible that the Faroese Finnboga ríma was based on
Icelandic Finnboga rímur, now lost, which were younger than Ans rímur and
partially dependant on them, but older than VO., in which case stanza VII 67 in
VO. might be derived from the postulated lost Finnboga rímur, in partially or
completely unchanged form.