Gripla - 01.01.1975, Side 192
HELGI GUÐMUNDSSON
RÚNARISTAN FRÁ NARSSAQ
i
Árið 1953 fannst rúnarista í Narssaq á Grænlandi, við mynni Tun-
ugdliarfik, en þar hét áður Eiríksfjörður. Þessa ristu gaf Erik Moltke
út árið 1961; hann benti á að hún væri elzt grænlenzkra rúnaristna og
að efni hennar væri forvitnilegt.1 Ristan kom upp þegar mold var
mokað úr rúst frá tíma norrænna manna; hún fannst því ekki in situ
og verður ekki tímasett með aðferðum fornleifafræðinnar. En á grund-
velli rúnagerðar tímasetti Erik Moltke ristuna um 1000, eða frá því
um 985/986 þegar talið er að norrænir menn setjist að á Grænlandi
þar til um 1025.
Rúnirnar eru á fe.rstrendri spýtu sem er 42,6 cm á lengd. Á öllum
hliðum hennar eru rúnir. Á hlið II er rúnastafróf og auk þess nokkrar
rúnir, á hlið III eru nokkrar rúnir og mörg tákn sem líkjast rúnum,
flest eins, óg.er þeim skipt í hópa þannig að oftast eru þrjú saman, en
einnig t. d. tvö eða sex, og á hlið IV eru nokkrar rúnir. En það er
einkum hlið I sem er forvitnileg, Hún. er að mestu auðlesin, og Erik
Moltke las hana og umritaði síðan með samræmdri stafsetningu á
þennan veg: X a:sa:sa:sa:is:asa:sat X bibrau:haitir:mar:su:is:sitr:
a:blan . . þ. e. á sœ, sœ, sœ, es ása sát; Bibrau heitir mœr sú, es
sitr á Blán[um], Þýðing hans er á þessa leið:'Á sæ, sæ, sæ, er felu-
staður ása; Bibrau heitir mær sú er situr á hinni bláu (himinhvelfingu).
Erik Moltké benti á að þetta mætti lesa sem fjögur vísuorð og að
efni ristunnar virtist vera úr goðafræði.
1 Erik Moltke, ‘En gr0nlandsk runeindskrift fra Erik den r0des tid, Narssaq-
pinden’, Gnpnland, Nr. 11, November 1961, 401—410. Ristan var gefin út aftur með
túlkun Erik Moltkes óbreyttri af Ingrid Sanness lohnsen, Stuttruner i vikingtidens
innskrifter, Oslo 1968, 211-212. Sbr. einnig Sverrir Páll Erlendsson, ‘Rá og röst’,
Mimir 19 (1972), 41-42.