Gripla - 01.01.1975, Page 193
RUNARISTAN FRA NARSSAQ
189
II
Það kann að vera ástæða til að líta á nokkur atriði í túlkun Erik
Moltkes á ristunni:
(1) á sæ, sæ, sœ, es ása sát. í þessum hluta ristunnar er úr vöndu
að ráða vegna þess að mörg orðanna eru tvíræð eða margræð. Það
kemur í ljós með því að setja upp töflu sem vísast vantar þó eitt-
hvað í:
& sa sa sa is §sa sat
á1 sœ2 sœ2 sœ2 es1 ása10 sát15
sá3 sá3 sá3 00 ð ása11 sátt16
sá4 sá1 sá4 ís(s)3 Ása12 sátt17
sæs sæs sæs á sæ13 sáat18
sá6 sás ásálá sæat19 sat20
1. Fors. á.
2. Þf. eða þgf. et. af sœr ‘haf; þgf. þess orðs getur þó einnig verið seevi.
3. Þf. eða þgf. et. af sár ‘kerald’.
4. 1. eða 3. p. et. þt. fh. af sjá ‘horfa’.-
5. 1. p. et, nt. fh. af sá ‘sá t. d. korni, dreifa’.
6. Nf. et. kk. af ábendingarfornafninu sá,
7. 3. p. et. nt. fh. af vesa ‘vera’.
8. Tilvísunarorðið.
9. Nf. eða þf. orðsins íss ‘ísjaki, lagís, klaki’, einnig heiti .rúnarinnar i.
10. Ef. ft. af áss (pss) ‘goð’.
11. Þf. eða ef. ft. af áss (öss) ‘stoð, bjálki’.
12. Asa, nafn konu.
13. Eins og 1 og 2, eða 1 og 5, ef tákn um orðabil vantar.
14. Eins og 1 og 3, eða 1 og 4, ef tákn um orðabil vantar.
15. Sát ‘sæti, verustaður’ eða ‘felustaður’.
16. Sátt eða sœtt ‘samkomulag’.
17. 2. p. et. þt. fh. af sjá.
18. Eins og 4 með neitunarviðskeytinu -at.
19. Eins og 5 með neitunarviðskeytinu -at.
20. 1. eða 3. p. et. þt. fh. af sitja.
Hér er gert ráð fyrir að sérhljóðinn í sa sé á eða g'. Ef é er bætt við, en það er
ósennilegra, fjölgar kostum enn; sé getur verið bh. eða 1. p. et. nt. fh. af sjá.
Úr þessu má lesa á ýmsa vegu. Túlkun Erik Moltkes er þó álitleg
vegna þess að þannig er fyrri hluti ristunnar hliðstæða síðari hlutáns.