Gripla - 01.01.1975, Síða 194
190
GRIPLA
Sennilegt er að síðasta orð þessa hluta ristunnar, sát, merki þá ‘sæti,
dvalarstað, sátur’, sbr. uppsát ‘staður þar sem skip er sett á land’.2
Næst síðasta orðið, ása (óra), er tvírætt, en með hliðsjón af síðari
hluta ristunnar má e. t. v. ætla að merkingin sé ‘heiðin goð’. Ekki
verður leitað nánari frétta í grænlenzka goðafræði, en með hliðsjón af
yngri heimildum annarra þjóða má gizka á að átt sé við Ægi og Rán
í sambandi við sæinn.3
Það er reyndar sérkennilegt að sa skuli vera þrítekið og í sambandi
við það hefur Aslak Liestpl bent á tvær yngri ristur sem fundizt hafa í
Björgvin. Á annarri stendur, ásamt setningu úr Andreas sögu postula,
sesesæssesekonouena:seþu:huar:sitter: og á hinni sisi.si.sissi.snot.
uliota. Á báðum þessum risturn eru s-samstöfur, ef til vill bh. sé, og
á báðum er síðan talað um konur. Þetta minnir óneitanlega nokkuð á
Narssaq ristuna og gæti leitt hugann að einhvers konar mangaldri.4 En
Narssaq ristan er þó frábrugðin að því leyti að hún hefst á q. sem
getur varla verið annað en forsetningin á.
(2) Bibrau heitir mœr sú. Á ristunni stendur bibrau og Erik Moltke
gat þess til að úr því mætti lesa Bifrau, Bifrey eða ef til vill Bifró.
Þetta er samsett nafn, ef sleppt er myndinni Bifra, og getur þá verið
Bi-brau, Bib-brau, Bib-rau, Bibr-rau eða Bibr-au.
(a) Bi-brau gæti ef til vill verið Bý-brg. Fyrri samsetningarliðurinn
kemur fyrir í nafninu Býleistr, en í Snorra-Eddu segir að hann sé
bróðir Loka; önnur mynd sama nafns, ef. Býleipz, kemur fyrir í Völu-
2 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog III, Kristiania 1896,797.
3 Edda Snorra Sturlusonar I, Hafniæ 1848, 338, Egils saga Skalla-Grímssonar,
Sigurður Nordal gaf út, íslenzk fornrit II, Reykjavík 1933, 248-249.
4 Aslak Liest0l, ‘Runemagi’, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
XIV (1969), 464—465, Aslak Liest0l, ‘Runic Voices from Towns of Ancient Nor-
way’, Scandinavica XIII (1974), 26-27. Sbr. einnig Anders Bæksted, Málruner og
troldruner, K0benhavn 1952, 147-149. Á norsku risturnar minna reyndar nokkuð
óskiljanleg orð Sisisill bivivill sem standa meðal heita í AM 748 I 4to, frá upphafi
14. aldar, Edda Snorra Sturlusonar II, Hafniæ 1852, 494. í þessu sambandi mætti
e. t. v. benda á spássíugrein frá 14. öld í handritinu Cod. C:564 í Háskólabóka-
safni í Uppsölum, á sömu síðu og á er bókaskrá sem hefur verið tengd Áma Sig-
urðarsyni Björgvinjarbiskupi, en hún er á þessa leið: ‘fa fa fa fa fa salutem i/i do-
mino fa’, sjá Oluf Kolsrud og Georg Reiss, Tvo norrpne latinske kvœde med melo-
diar, Videnskapsselskapets Skrifter. H. Hist.-filos. Klasse. 1912. No. 5, Kristiania
1913, 61; hér eru s-samstöfur, e. t. v. einnig frá Björgvin, en að öðru leyti er vísast
engin hliðstæða með þessu og rúnaristunum.