Gripla - 01.01.1975, Side 195
191
RÚNARISTAN FRÁ NARSSAQ
spá.5 Bý- virðist vera býr ‘bær’.e Síðari samsetningarliðurinn gæti verið
brp ‘augnalok’. Það orð kemur fyrir í auknefninu gullbrá', samtíma-
maður rúnameistarans í Narssaq, skáldið Gizurr gullbrá, er nefndur í
Ólafs sögu helga í Heimskringlu; í öðrum gerðum sögunnar er hann
einnig nefndur gullbrárjóstri og gullbrárskáld, en það virðist benda til
konu sem hafi heitið eða verið auknefnd gullbrá.1 Nafnið Býbró getur
þannig staðizt.
(b) Bib-brau gæti verið Bij-brp. Erik Moltke benti á, að Bij- kæmi
fyrir í Bifrgst ‘hin bifandi, eða e. t. v. marglita, brú, regnboginn’. Sú
mynd orðsins kemur þó aðeins fyrir í Snorra-Eddu, en í Grímnismál-
um og Fáfnismálum stendur Bilrgst.8 Síðari samsetningarliðurinn get-
ur þá verið hinn sami og í skýringu (a).
(c) Bib-rau gæti verið Bif-rp. Fyrri samsetningarliðurinn gæti verið
hinn sami og í (b). Hinn síðari væri rp. Þetta þarf nokkurrar athugun-
ar við og kemur einkum tvennt til greina.
Rp merkir ‘stöng, staur, tré’. Bifrp ‘hin bifandi stöng’ væri hugsan-
legt nafn á vætti; orð sem merkja ‘staur, stöng’ eru einmitt oft notuð
um vætti eða goð.9
Annar kostur er sá að hér sé komið orð sem í austurnorsku er rá
‘einhvers konar vættur’, skogsrá ‘skógarvættur eða dís sem oftast er
vinveitt þeim sem um skóginn fara, vísar til vegar, gefur ráð o. s. frv.’,
fiskerá ‘vættur sem ræður fyrir fiski’; í sænsku kemur bæði fyrir rá og
skogsrá, og að auki bergsrá og loks sjörá sem hefur svipaða merkingu
og norska fiskerá.10 Hér má einnig nefna Stafrós kvæði sem Gissur
Sveinsson (1604-1683) skrifaði upp. Stafró er vættur í kvenmanns-
5 Edda Snorra Sturlusonar I, Hafniæ 1848, 104; Eddadigte I, Vpluspá, Háva-
mál, udg. af Jón Helgason, K0benhavn, Oslo, Stockholm 1951, 11.
6 Lexicon poeticum, K0benhavn 1931, 73.
7 Heimskringla II, Bjarni Aðalbjarnarson gaf út, íslenzk fornrit XXVII, Reykja-
vík 1945, 358, 381; Den store saga om Olav den hellige I, utg. av Oscar Albert
Johnsen og Jón Helgason, Oslo 1941, 543 o. s. frv., Flateyjarbok II, Christiania
1862, 226, 315 o. s. frv. Gullbrá er nafn konu í ungri sögu, Vilmundar saga við-
utan, Late Medieval Icelandic Romances IV, ed. by Agnete Loth, Editiones Arna-
magnæanæ, Series B, vol. 23, Copenhagen 1964, 141 o. s. frv.
8 Dæmum er safnað af Odd Nordland, ‘Bivrost’, Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder 1 (1956), 646-647.
9 Sbr. einnig vglr og vglva.
10 Um þessi orð sjá Elof Hellquist, Svensk etymologisk ordbok II, Lund 1957,
861-862, Erik Noreen, ‘Rá “vatte” och ‘Páo; hos Dio Cassius’, Sprákvetenskapliga