Gripla - 01.01.1975, Qupperneq 197
193
RÚNARISTAN FRÁ NARSSAQ
(3) es sitr á Blán . . . Erik Moltke stakk upp á að lesa úr þessu
Blán[um] sem þgf. af Bláinn. Orðið kemur fyrir í Völuspá í ef. Blá-
ins, en það er lesháttur sem styðst aðallega við eitt handrit; þetta er
oftlega talið vera eitt nafna Ýmis jötuns, en af hausi hans var himinn
gerður.15 Vindbláinn og víðbláinn koma fyrir í þulum og merkja him-
in.10 Auk þessa er sagt út í bláinn ‘út í buskann, út í hött’; ef þetta er
þf. sama orðs ætti væntanlega að skrifa út í bláin. En þgf. þessa orðs
kemur ekki fyrir í íslenzku.
í orðinu bláinn er sennilega viðskeytið -ina, eða þá að orðið er
myndað að fyrirmynd orða sem hafa þetta viðskeyti, t. d. himinn eða
mannsnafnið Þráinn.17 Beygingin er þá bláinn, bláin, bláni, bláins.
Sú orðmynd sem vænta má í ristunni er þá þgf. bláni. Og það er
einmitt sú orðmynd sem kemur fram bæði á mynd og teikningu í grein
Erik Moltkes. Eftir n rúninni stendur greinileg i rún, síðasta rúnin á
hlið I. Á eftir þeirri rún eru þó engir punktar sem tákna orðabil, né
heldur X sem stendur þó bæði við upphaf ristunnar og í miðju; en i
rúnin stendur rétt við enda spýtunnar, og Erik Moltke gerði ráð fyrir
að bútur sem á hefðu staðið ein eða tvær rúnir hefði brotnað af enda
hennar og það getur verið að slík merki hafi staðið þar á.
Það virðist sennilegt að orðið merki himin, bæði vegna annarra
dæma um sama orð og vegna andstæðunnar við sœ í fyrri hluta rist-
unnar, ef það er rétt skilið.
Ýmislegt í þessari ristu virðist óneitanlega benda til heiðins dóms
eins og Erik Moltke benti á. Það er þó engan veginn auðvelt að koma
nokkra hliðstæðu við táknun bæði sérhljóðans og samhljóðans, Ingrid Sanness
Johnsen, Stuttruner i vikingtidens innskrifter, 48, 226; sbr. einnig ^labr Qlafr í
ristu frá 11. öld, Magnus Olsen, Runerne i St. Molaise’s celle paa Holy Island,
Arran, Skotland, Videnskapsselskapets Skrifter. II. Hist.-filos. Klasse 1912. No. 1,
Kristiania 1912, 12-13.
15 Eddadigte I, Vpluspá, Hávamál, udg. af Jón Helgason, 3, 39; Ekki er fullljóst
hvernig skilja ber textann og bláinn gæti einnig merkt sjóinn, Völuspá, gefin út
með skýringum af Sigurði Nordal, Reykjavík 1923, 48.
10 Den norsk-islandske skjaldedigtning A I, ved Finnur Jónsson, Kpbenhavn og
Kristiania 1912, 678, 683.
17 Um safn orða með þessu viðskeyti, þ. á m. Bláinn, sjá Alexander Jóhannes-
son, Die Suffixe im Islandischen, Reykjavík 1927, 47. Tilgáta Erik Moltkes er einn-
ig vafasöm vegna þess að þar er gert ráð fyrir viðskeyttum greini; það er óvíst
hvort hann var til í norrænu svo snemma.
Gripla 13