Gripla - 01.01.1975, Page 198
194
GRIPLA
því heim og saman við það sem kemur fram í öðrum heimildum um
norræna goðafræði. Þess er þó varla að vænta því að þær eru ærið
brotakenndar og flestar miklu yngri en ristan. Fljótt á litið gæti mær
sem situr á himni leitt hugann að kristilegum hugmyndum, en ekki
virðist það skýra ristuna neitt. Slíkt minnir einnig dálítið á trúarhug-
myndir sem koma fram hjá Sömum, en þeir tóku ýmislegt upp úr nor-
rænum trúarbrögðum.18 Annars er vísa í Vafþrúðnismálum sem minnir
nokkuð á þetta:19 Hrœsvelgr heitir, er sitr á himins enda, igtunn í arn-
ar ham; af hans vœngiom kveða vind koma alla menn yfir.
En það er einnig hugsanlegt að þetta sé einhvers konar töfraþula
eins og Aslak Liestpl benti á. Einnig getur verið að þetta sé gáta, hver
sem ráðningin kann þá að vera, eða jafnvel miðavísa eða eitthvað enn
annað.
Vandinn er auðvitað sá að ekki verður vitað hvað sá sem risti
hafði í huga, en ristan er a. m. k. nú óljós og margræð.
III
Með því að velja úr þeim helzt til mörgu kostum sem raktir voru í I
og II hér að framan gæti ristan verið á þessa leið á máli þess sem
risti:20 5. s§, s§, s§, es asa sát; Bifró heiter m§r sú, es 'sitr á bláne.
Ristunni svipar nokkuð til vísu, en hún er þá óreglulega ort og
varla ástæða til að gera því skóna að hún sé hluti úr kvæði. Sé hún
sett upp sem vísa með samræmdri stafsetningu gæti þetta tvennt komið
til greina og án efa margt annað:
Á sœ, sœ, sce,
es ása sát;
Bifrá heitir mœr sú,
es sitr á bláni.
Á sœ, sœ,
sœ(r) es ása sát;
Bifrá heitir mœr,
sú es sitr á bláni.
18 Sbr. Knut Bergsland, ‘Runebomme’, Kulturhistorisk leksikon for nordisk mid-
deialder XIV (1969), 456.
10 Sbr. Ingrid Sanness lohnsen, Stuttruner i vikingtidens innskrifter, 212, að því
er virðist eftir Erik Moltke; Eddadigte II, Gudedigte, udg. af lón Helgason, K0ben-
havn, Oslo, Stockholm 1952, 6-7.
20 Um íslenzkt fónemkerfi fyrir miðja 12. öld sjá The First Grammatical Treat-
ise, ed. by Hreinn Benediktsson, University of Iceland Publications in Linguistics 1,
Reykjavík 1972, 115-174. Grænlenzk norræna hefur vísast haft sama eða mjög
svipað fónemkerfi á þeim tíma sem hér um ræðir.