Gripla - 01.01.1979, Page 13

Gripla - 01.01.1979, Page 13
RÁÐAGERÐIR VÍSA-GÍSLA í HOLLANDI 9 náð “vináttu og kunningsskap” sendiherrans og ritara hans og ferðast með þeim um landið,6 og í bréfinu hér á eftir segir Tanche að hann hafi haft Gísla löngum hjá sér og að Gísli hafi oftar en einu sinni skýrt sér frá hugmyndum sínum. Þetta sýnir að með þeim hefur tekist nokkur kunningsskapur. Loks er Ijóst af því að Tanche hefur látið Gísla fá uppskrift af sjálfu bréfinu, að það hefur verið samið beinlínis eftir til- lögum Gísla, hvort sem þær hafa verið bornar fram skriflega eða munn- lega. Tillögur Gísla, sem lýst er í bréfinu, snúast allar um verklegar fram- kvæmdir á íslandi, eins og drepið verður á hér á eftir. Meginefni þeirra er tekið upp í Consignatio (sjá einkum 1.-2., 4., 9. og 11. kafla), en þar eru einnig settar fram aðrar og mun víðtækari tillögur, sem ekki koma fram í bréfinu, þó að vel megi vera að Gísli hafi verið farinn að hug- leiða a. m. k. sumar þeirra þegar á Hollandsárum sínum.7 í bréfinu leggur Gísli megináherslu á vinnslu efna úr jörðu og sjó, en þó framar öllu á brennisteinsvinnslu. Sú atvinnugrein var raunar sú einasta af þessu tagi sem stunduð hafði verið með nokkrum árangri á íslandi áður fyrr.8 Danakonungur hafði lagt undir sig alla brennisteinsverslun á ís- landi á árunum upp úr 1560 og ýmist rekið brennisteinsvinnslu sjálfur eða selt hana á leigu. En frá lokum 16. aldar dró mjög úr brennisteins- tekju, bæði sakir verðlækkunar á brennisteini og vegna þess að brenni- steinn var mjög til þurrðar genginn í helstu námunum. Árið 1606 fékk danskt félag einkarétt í 15 ár til brennisteinskaupa á íslandi, en síðan er ekki á brennistein minnst, þangað til Gísli kemur til skjalanna. Magnús Björnsson, faðir Gísla, keypti Reykjahlíð við Mývatn 1631; að vísu var undanskilinn í kaupinu sá brennisteinn sem konungur átti í Reykjahlíðarjörðu. í síðari skrifum sínum dregur Gísli þó fjöður yfir þennan fyrirvara.9 Sýnilegt er af bréfinu hér á eftir að Gísli hefur fengið sýnishorn af brennisteini til Hollands og látið athuga þau þar. Líklegt er að Magnús faðir hans hafi reynt að selja kaupmönnum danska versl- unarfélagsins brennistein, en þeir verið tregir til að kaupa. Á það benda ummæli Gísla í bréfinu, þar sem hann segir að félagið skeyti aðeins um 6 GM, bls. 148. 7 Sjá Consignatio og GM, bls. 36-39. 8 Sjá GM, bls. 26 ög áfr.; Björn Þorsteinsson í Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder undir Svovl, Island, og rit sem þar er vísað til. 9 Sjá GM, bls. 27-28; Bibliotheca Arnamagnœana VII 153 (bréf til O. Worm).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.