Gripla - 01.01.1979, Qupperneq 13
RÁÐAGERÐIR VÍSA-GÍSLA í HOLLANDI
9
náð “vináttu og kunningsskap” sendiherrans og ritara hans og ferðast
með þeim um landið,6 og í bréfinu hér á eftir segir Tanche að hann hafi
haft Gísla löngum hjá sér og að Gísli hafi oftar en einu sinni skýrt sér
frá hugmyndum sínum. Þetta sýnir að með þeim hefur tekist nokkur
kunningsskapur. Loks er Ijóst af því að Tanche hefur látið Gísla fá
uppskrift af sjálfu bréfinu, að það hefur verið samið beinlínis eftir til-
lögum Gísla, hvort sem þær hafa verið bornar fram skriflega eða munn-
lega.
Tillögur Gísla, sem lýst er í bréfinu, snúast allar um verklegar fram-
kvæmdir á íslandi, eins og drepið verður á hér á eftir. Meginefni þeirra
er tekið upp í Consignatio (sjá einkum 1.-2., 4., 9. og 11. kafla), en þar
eru einnig settar fram aðrar og mun víðtækari tillögur, sem ekki koma
fram í bréfinu, þó að vel megi vera að Gísli hafi verið farinn að hug-
leiða a. m. k. sumar þeirra þegar á Hollandsárum sínum.7 í bréfinu
leggur Gísli megináherslu á vinnslu efna úr jörðu og sjó, en þó framar
öllu á brennisteinsvinnslu. Sú atvinnugrein var raunar sú einasta af
þessu tagi sem stunduð hafði verið með nokkrum árangri á íslandi áður
fyrr.8 Danakonungur hafði lagt undir sig alla brennisteinsverslun á ís-
landi á árunum upp úr 1560 og ýmist rekið brennisteinsvinnslu sjálfur
eða selt hana á leigu. En frá lokum 16. aldar dró mjög úr brennisteins-
tekju, bæði sakir verðlækkunar á brennisteini og vegna þess að brenni-
steinn var mjög til þurrðar genginn í helstu námunum. Árið 1606 fékk
danskt félag einkarétt í 15 ár til brennisteinskaupa á íslandi, en síðan
er ekki á brennistein minnst, þangað til Gísli kemur til skjalanna.
Magnús Björnsson, faðir Gísla, keypti Reykjahlíð við Mývatn 1631; að
vísu var undanskilinn í kaupinu sá brennisteinn sem konungur átti í
Reykjahlíðarjörðu. í síðari skrifum sínum dregur Gísli þó fjöður yfir
þennan fyrirvara.9 Sýnilegt er af bréfinu hér á eftir að Gísli hefur fengið
sýnishorn af brennisteini til Hollands og látið athuga þau þar. Líklegt
er að Magnús faðir hans hafi reynt að selja kaupmönnum danska versl-
unarfélagsins brennistein, en þeir verið tregir til að kaupa. Á það benda
ummæli Gísla í bréfinu, þar sem hann segir að félagið skeyti aðeins um
6 GM, bls. 148.
7 Sjá Consignatio og GM, bls. 36-39.
8 Sjá GM, bls. 26 ög áfr.; Björn Þorsteinsson í Kulturhistorisk Leksikon for
nordisk middelalder undir Svovl, Island, og rit sem þar er vísað til.
9 Sjá GM, bls. 27-28; Bibliotheca Arnamagnœana VII 153 (bréf til O. Worm).