Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1946, Side 52

Eimreiðin - 01.04.1946, Side 52
116 GISTING eimrbiðin 1 dýrð vorinorgunsins virtust allar götur svo greiðar á Grána og það alls engin fjarstæða, að Jóhann væri einn af herrum jarð- arinnar. --------Það stóð lieima, að Jóhann geysti í hlaðið og Hall- dór Pétursson kom þangað úr morgungöngu um túnið. En í liana liafði hann farið meðan frúin var að vakna og klæða sig. — Andskoti áttu þarna fallegan fola. — 0, nokkuð, ef fola skyldi kalla. Hann er þrettán vetra. —- Svo? Þú liefur sýnilega farið vel með hann. Þetta getið þið í sveitinni. Og sannast sagt lízt mér prýðilega á mig hérna. Þú býrð ljómandi fallega. Það liggur við, að ég öfundi þig. — Svo? —- Já, veiztu nú livað? Mér liefur stundum flogið í liug að fá mér kot uppi í sveit, þegar ég er orðinn gamall, og fara að húa. Það er svoddan (ljöfuls ónæði og erill í þessum bæjum, ahlrei stundlegur friður. Og þegar maður reskist og veltur út úr megin- straumnum, þú skilur, þá er ég viss um, að lífið verður enn ömur- legra og einmanalegra í borginni en nokkurntíma í sveitinni. — Heldurðu það? — spurði Jóhann og spretti af liestinum. — Já, það máttu liengja þig upp á. Ég fer bráðum að öfunda þig, lagsmaður. 1 einu vetfangi skildi Jóhann, að skapbrigði Halldórs voru ekki minni en veðursins, — og lians sjálfs jafnvel líka. Við svefninn liöfðu þeir skipt um gang. Og með vínrykinu liafði líka sumt af einlægninni og alúðinni liorfið. Það var eitthvað lengra á miH1 þeirra núna en í gærkvöldi. Þau voru allt í einu komin þar, þessi tuttugu ár. Þeir voru nú menn í tveim heimum. —• Og nú er að drífa sig af stað, — sagði forstjórinn. •—■ Þið verðið þó fyrst að borða. -— Borða. Nei, hlessaður, við borðum í Langafirði. — En ég liugsa, að konan hafi þegar sett upp silunginn. — Silunginn? Hefurðu nýjan silung úr ánni, sem þú hefur kannske veitt í nótt? Það komu óneitanlega nokkrar vöflur á forstjórann. Þett*1 var hunangsréttur, sjaldfenginn. En frúin varð að ráða því, hvort þau gæfu sér tíma til þess að gleypa hann í sig. Sjálfur ví,r hann því meðmæltur. Það varð úr, að þau borðuðu. Frú Bíbí gleymdi auðnartilfi11'1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.