Eimreiðin - 01.01.1947, Page 21
E I M R E IÐI N
Janúar—marz 1947 - LIII. ár, 1. hefti
Við þjóðveginn.
29. marz 1947.
ÍSLAND Á ALLSHERJARÞINGI.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið við þrem ríkjum í banda-
lag sitt í viðbót við þau, er fyrir voru. Afganistan, ísland
og Svíþjóð bættust í hópinn. Þessar 13—1U tugþúsundir, sem
byggja þetta land, eru að vísu ekki nema sem svarar íbúa-
tölu einnar af stærri götum stórborgar, en eigi að síður sér-
Fyrsta fulltrúanefnd íslands á allherjarþingi U N O
stök þjóð, algerlega afmörkuð heild á taflborði hnattarins,
peð að vísu, en peðin geta líka gert sitt gagn. Islenzka ríkið
hefur þci líka ekki tekið þetta skref til að sýnast, heldur af
því að þing þess og stjórn töldu það rétt skref.
Upptakan fór fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna,
sem kom saman í New York 23. október síðastl. og lauk
skömmu fyrir jól. Thor Thors, sendiherra íslands í Washing-
ton, flutti ræðu við þetta tækifæri. En auk hans voru þeir
alþingismennirnir Bjarni Benediktsson og Finnur Jónsson,
ennfremur Ólafur Jóhannesson, nú settur prófessor við laga-
1