Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1947, Page 32

Eimreiðin - 01.01.1947, Page 32
12 VESTUR-ÍSLENZK SKÁLDKONA EIMREIÐIN Ekki verður móðurætt Guðrúnar nánar rakin liér, en þess skal aðeins ^getið, að amma hennar, Margrét Sigurðardóttir, var af Njarðvíkurætt liinni gömlu. Koma þar saman ættir þeirra hjón- anna, Guðrúnar og Gísla. Ennfremur voru tvær systur Hermanns í Firði í Mjóafirði formæður þeirra lijóna. Þess má líka geta, að tvær greinar móðurættarinnar verða raktar til séra Einars í Ey- dölum. Það, sem hér hefur verið til tínt, er nóg til að sýna, að ekki skortir vel gefið fólk í ættum Guðrúnar. En sérstaklega er merki- legt að sjá, hve margir af afkomendum þeirra bræðra, Asmundar og Jóns Helgasona, liafa orðið fræðimenn eða góðir rithöfundar. Hins er og vert að geta, að margt af nánasta fólki Guðrúnar var liið mannvænlegasta, karlar gervilegir, en kvenfólkið frítt, og svo var Bergþóra, móðir Guðrúnar, og systir liennar, Ólöf í Skógargerði. Um þau hjónin, Bergþóru og Finn, má lesa í ÓSni (1924, XX: 22—25). Þar er þess getið, að Finnur hafi verið djúphýgginn maður, enda ávallt gegnt trúnaðarstörfum fvrir sveitunga sína, og hægur í lund. Bergþóra var stórvel greind, bóklmeigð og skörungur hinn mesti. Þegar ég sá liana síðast, 1930, var hún komin yfir sjötugt, en liélt þó enn andlegu og líkamlegu atgerfi, og var gaman við liana að ræða. Auk Guðrúnar áttu þau lijónin tvö börn: Margréti (f. 1881), sem var elzt þeirra barna, mjög vel gefin, en missti heilsuna upp- komin, og Helga (f. 1887), sem nú er bóndi á Geirólfsstöðum eftir foreldra sína. „Móftir Einars var rangfeðruð. Hinn rétti móðurfaðir Einars var Hallgrímur í Stóra-Sandfelli — átti hana á sjötugsaldri, og fékk vinnumann þar í sveit- inni, sem skotinn var í stúlkunni, til að giftast henni og gangast við harn- inu. Einar vissi þetta sjálfur, því seinast þegar þau töluðust við, hann og Guðrún, þá spurði hann hana unt móðurætt hennar, og þegar hann heyrði að hún væri dóttir Bergþóru Helgadóttur á Geirólfsstöðum, þá svaraði hann Itrosandi út undir eyru: „Já, þá erum við nú hýsna skyld“. Samtalið féll hrátt niður, því hvort unt sig misskildi hitt. Þetta var sumarið 1927. og þegar við komuni austur (í Skriðdal) sagði ég Bergþóru frá þessu atviki svo Guðrún heyrði, og liló þá gainla konan og sagði: „Já, já, við vissuni svo sem ósköp vel, að móðir Einars var föðursystir okkar, og mamma (þ. e. Margrét Sigurðardóttir) tók liana sérstaklega að sér og var vel til liennar“. En seinna sagði Guðrún mér, að hún hefði aldrei skilið til fulls samtöl þeirra mæðgna um þetta efni, en, eins og gengur um unglinga, aldrei spurt frekar út í það“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.