Eimreiðin - 01.01.1947, Side 34
14
VESTUR-ÍSLENZK SKÁLDKONA
eimreiðin
furða, þótt oft væri gestkvæmt og glatt á lijalla í híbýlum þeirra.
1 liinuni stóra vinahópi þeirra voru vestur-íslenzku skáldin
Stephan G. Stephansson, Kristinn Stefánsson, Guttormur J. Gutt-
ormsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Páll S. Pálsson, að ógleymdum
Einari Páli Jónssyni, hálfbróður Gísla, og Jakobínu Jolmson,
sem er gift Isaki Jónssyni, bróður þeirra. Meðal kærustu vina
þeirra voru líka að sjálfsögðu samherjar þeirra í kirkjumálununi,
Rögnvaldur Pétursson og hans frændfólk.
Til þess að halda risnu sinni og kosta börnin í skóla, urðu
þau hjónin bæði að vinna mikið, og mun það ekki liafa Iijálpað
þeim mjög til ritstarfanna, þótt liið ánægjulega lieimilislíf væri
á hinn bóginn skapað til að gefa þeim blásandi byr í vængina.
Ofan á vinnuna bættist öflug þátttaka í liinu fjöruga félagslífi
landa í Vesturlieimi, einkum Winnipeg. Þau hjón voru frá önd-
verðu frjálslynd í trúmálum og fylgdu því að málum kirkju
Unítara eða Hinu sameinaða kirkjufélagi Islendinga, eins og
það lieitir nú. En að vera í kirkju vestan hafsins útheimtir ólíkt
meira starf og umstang — þótt ekki sé minnzt á trúarjátningarnar
— lieldur en það að tilheyra hinni íslenzku þjóðkirkju. Því þó
ekki sé annað en að lialda lífinu í prestinum og fjölskyldu hans,
ásamt byggingu og viðhaldi kirkjubyggingarinnar, þá er það
ekki h'tið í fang færzt fyrir nokkur hundruð manns. En þetta
starf fellur að sjálfsögðu á lierðar þeim, sem bezt eru til forustu
fallnir og ósérhlífnastir í félagssamtökunum. I þeim flokki voru
þau lijónin jafnan.
Um starf Guðrúnar skrifar séra Eyjólfur Melan (Brautin III:
78): „Hún vann í söfnuði sínum og var í kvenfélagi safnaðarins,
og forseti þess um eitt skeið, og lengi í stjórn Kvennasambands'
ins. Hún var og stofnandi og meðlimur Jóns Sigurðssonar fé-
lagsins frá uppliafi þess og lagði drjúgan skerf til útgáfu Her-
manna-minningarritsins. Á síðari árum var hún kjörin lieiðurs-
félagi í því félagi. Ennfremur var In'jn Iieiðursfélagi Þjóðræknis-
félagsins“. Þess má geta liér strax, að Guðrún skrifaði margar af
sögum sínum fyrir Tímarit ÞjóSræknisfélagsins.
Síðustu störf Guðrúnar í þágu Kvennasambands Sameinaða
kirkjufélagsins var að sjá um ritstjórn á liluta af Brautinni,
ársriti félagsins, er lióf göngu sína 1944. Hiín var látin áður en
þriðji árgangurinn kom út.