Eimreiðin - 01.01.1947, Qupperneq 62
42
FRJÁLS ÞJÓÖBORGARASTEFNA
eimreiðin
skrárinnar. En frjálsir þjóðborgarar liljóta að vinna á móti því,
að flokkarnir hafi þar frumkvæði eða forustu — þeir hljóta að
kosta kapps um, að tekin verði upp hrein demókratísk stefna og
þjóðin búin undir að setja sér stjórnarskrá í þeirn anda, seni
aðallega hefur þróazt í Bretlandi í seinni tíð. Jafnframt þessu þarf
að uppræta „franska demókratíið“, sem flokkarnir liafa gróðursett
liér og ræktað sérstaklega illkynjað afbrigði af síðustn 30 árin. —
Margir munu segja, að slík hreinsun lil jóti að taka langan tíma.
En svo þarf alls ekki að vera. Að vísu er „franska demókratíið4
(lýðræðið) pólitísk villimennska á liæsta stigi. En sem betur
fer erum vér íslendingar þó engir villimenn og eigum að geta
verið fljótir að reisa oss við, þótt lirasað sé. Þess er að gæta, að
lireinn demókratískur (þjóðræðilegur) andi var liér ríkjandi fyrir
30 árnm og er enn við lýði meðal ýmissa eldri manna, þótt flokk-
ræðið liafi í bili borið hann ofurliði. Stjórnskipunin var þá og
líka að nafni til þjóðræðileg, þótt liún væri óskýr og reyndist
líka illa tryggð og óviðbúin að mæta flóðöldu lýðræðisins, sem
fór yfir heiminn. Vér erum nú í síðasta útsogi þessarar öldu og
ættuni ekki að þurfa að sogast niður í djúp einræðisins, eins
og svo margar aðrar þjóðir, svo verðmæta reynslu sem vér liöfum
fengið, bæði erlenda og innlenda, og þar sem vér getum, ef vér
viljum, notið stuðnings nágrannaþjóða vorra, sem aldrei -nisstu
fótfestuna með öllu, þótt liætt væru komnar. —- Aðalþröskuld-
urinn er andi flokkræðisins. Hann liefur týnt sjónarmiði lieildar-
innar og þekkir ekki né viðurkennir aðrar staðreyndir en sínar
eigin óskir og ekki annað forin fyrir fræðslu en trúboð, áróður
og múgsefjun. Kirkjunni og Háskólanum er haldið í skák, en
því meiri stund lögð á að efla pólitísk ungmennafélög, sem
lielzt minna á Hitlersæskuna. — Þessari starfsemi fylgir þjóðin
þó með engri lirifningu né áhuga. Hún skilur áreiðanlega ekki,
að svona sé farið að því að grundvalla menningarríki á vestræna
vísu.
Af þessu má ráða, að íslenzku þjóðina vanti ekki nema herzlu-
muninn til að ná aftur sínu demókratíska hugarfari, og að vér
þurfum alls ekki að láta skipa oss á bekk með Indverjum og
öðrum félagslega fruinstæðum þjóðum, sem aldrei hafa kynnzt
demókratískum liugsunarhætti og verða því sennilega seinar að
temja sér hann.