Eimreiðin - 01.01.1947, Page 70
50
VIÐDVÖL Á SEYÐISFIRÐI SUMARIÐ 1859 EIMREIÐlN
minnir mjög á slíka byggingu. Nift'ur stallana steypast hér og
þar livítfyssandi lækir, með fallegum smáfossum, og sumsstaðar
liafa þeir grafið sér djúpan farveg í lilíðarnar. Fjallið á vinstri
hönd, sem takmarkar sjóndeildarhringinn til austurs öðru megin
fjarðarins, er efst með einkennilega löguðum tindum í röð, seni
minna á risastóra verksmiðjureykháfa. Fjallskollurinn er með
snjórákum, og léttir þokubólstrar strjúkast um liann. En í vestri
hylur þokubelti fjallabrúnirnar og myndar tjaldið fyrir leiksviði
liringleikhússins. Eftir dalnum rennur á til sjávar. Dalurinn er
grænn og víða grösugur, en sumsstaðar er mýrlent og skortur i>
framræslu. Mætti bæta úr þessu með litlum tilkostnaði, vegna
þess hve hallinn er mikill, og myndi það auka landgæðin að
mikhim mun.
SölubúS Hendersons á SeySisfirSi.
Niðri við fjöruna eru þrjár sölubúðir, tvær eiga Danir, en eina
á Henderson, einn af þeim sem eiga Arcturus.1) Henderson liefur
átt liér lieima um skeið, en ætlar nú að taka sér fari með okkur
til útlanda í kvöld. Sölubúðirnar eru einlyft timburhús. Innlenda
varan, sem er einkum fiskur og ull, er tekin í skiptum fyrir þá
útlendu. Verzlun er talsverð við bændurna á torfbæjunum út
með firðinum og í dölunum fyrir ofan lieiði. Viðskiptavinirnir
koma stundum langar leiðir að. Við sáum langar lestir af klvfja-
>) Höf. kom til landsins með gufnskipinu Arcturus og fór út með því aft»r-