Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Side 23

Eimreiðin - 01.01.1952, Side 23
eimiíeiðin SUEZSKURÐURINN 11 að Bretar höfðu gert rangt með því að leggja ekki ríflega fram fé til skurðsins. Sex árum eftir að hann var opnaður til umferðar tók Disraeli 20 milljón sterlingspunda lán hjá Rothschildsfjölskyldunni og keypti fyrir þá upphæð 176.602 hluti handa Bretum í fyrirtækinu, sem nefnist Compagnie Universelle du Canal Maritime de Suez og er skrásett í Egyptalandi. Fyrirtækinu stjórna 32 forstjórar: 16 Frakkar, 10 Bretar, 4 Egyptar, 1 Hollendingur og 1 Bandaríkjamaður. Samkvæmt Suezskurðar-samþykktinni frá 1888 á hann að vera öllum frjáls til umferðar, bæði á friðar- og ófriðartím- um. Skal ákvæði þetta gilda um öll skip, hvort sem eru far- þegaskip, flutningaskip eða herskip, og án tillits til þess undir hvaða þjóðfána þau sigla. De Lesseps fékk sérleyfi til 99 ára um rekstur Suezskurðs- ins, og er sérleyfistíminn því útrunninn árið 1968. Suezskurðurinn er um 160 kílómetrar á lengd og um 80 metrar á breidd. Við norðurenda skurðsins er hafnarborgin Port Said með um 170 þúsund íbúa, en við suðurendann borg- in Port Taufiq. Borgin Ismailia, þar sem mestar hafa orðið óeirðirnar undanfarið, er um miðja vegu milli Port Said og Port Taufiq, við Timsah-vatnið. 1 Ismailia er vatn leitt frá ánni Níl, og er þaðan séð fyrir neyzluvatni til íbúanna við skurðinn. Löngu áður en Lesseps hugkvæmdist að grafa skurð þenna, höfðu verið gerðar ýmsar tilraunir í sömu átt. Sagan segir, að fyrsta tilraunin hafi verið gerð á ríkisstjórnarárum Seti I. um árið 1300 f. Kr. Gríski sagnaritarinn Herodót segir frá Því, að um 600 f. Kr. hafi Necho, sonur Psametiks I., byrjað uð láta grafa skurð til Rauðahafsins. Daríus Persakonungur lauk þessu verki síðar. Árið 640 endurbætti Omar Kalíf skurðinn. En öld síðar var honum lokað, til að koma í veg fyrir vöruflutninga til Arabíu. Suezeiðið hefur frá ómunatíð verið mikilvæg samgönguæð. Egyptar hinir fornu, Assýríumenn og Persar sendu heri sína yfir eiðið, er þeir áttu í styrjöldum. Yfir það mun Jósep hafa farið, er hann ásamt löndum sínum var sendur í þrældóm til Egyptalands. Þar fóru ísraelsmenn um í herleiðingunni. Og löngu síðar flúði annar Jósep um það inn í Egyptaland

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.