Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 24
12
SUEZSKURÐURINN
EIMREIÐIN
ásamt konu sinni, Maríu, og barninu Jesú. Söguríkar minn-
ingar eru tengdar við Sinai-eyðimörkina, þar sem Suezskurð-
urinn liggur.
I báðum heimsstyrjöldunum síðustu urðu mikil átök um
Suezskurðinn. En í þeim báðum héldu Bretar og bandamenn
þeirra yfirráðunum þar. Skurðurinn hefur löngum verið tal-
inn einhver mikilvægasta samgönguæð brezka heimsveldisins.
I fyrri heimsstyrjöldinni gerðu miðveldin tilraun til að ná
skurðinum á sitt vald. Eftir að Tyrkir gerðust bandamenn
Þjóðverja (í nóvember 1914), gerðu þeir árás á brezka varn-
arliðið á Suezsvæðinu og hugðust ráðast inn í Egyptaland.
Fyrstu tilraunina til að ná skurðinum gerðu þeir í janúar
1915, en urðu frá að hverfa. Aðrar þrjár tilraunir til að
ráðast inn í Egyptaland gerðu Tyrkir þenna sama vetur, en
allar mistókust þær. Síðustu tilraunina í fyrri heimsstyrjöld-
inni til að ná Suezsvæðinu á sitt vald gerðu miðveldin í ágúst
1916. Undir forustu von Kressenstein hershöfðingja réðst 20
þúsund manna her inn í landið. En sóknin mistókst enn sem
fyrr, og Bretar ráku herinn af höndum sér og ráku flóttann
áfram austur á bóginn inn í Palestínu og Sýrland. Bretar
hafa því allra þjóða mest lagt í sölurnar til þess að halda
yfirráðunum á Suezsvæðinu, enda eiga þeir mest í hættu ef
það ekki tekst. Nú á árinu 1952 verður enn reynt að hnekkja
valdi Breta á þessum slóðum. En allt virðist benda til þess,
að þeir muni ekki sleppa skurðinum í annarra hendur nema
tryggt sé, að vinir og bandamenn eigi í hlut.