Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 25
GUÐMUNDUR FRÍMANN: Kvæðið um Jón Óttarsson. Fórst í Blöndugljúfrum, fordrukkinn, anno 166 GuÖmundur Frímann. Kólguveður, krapafjúk. Kvæðalestur foraðsvinda flutti nóttin heiði og hnjúk, hríðin batt þeim hvíta linda. Öll var nóttin full með fár — furðunótt með dauða og grandi. „Roðavetur, undraár", urðarmánaglæta í landi. Yfir klungrin ömurleg — ófær klif með hengiflugi, fórst þú einn um farinn veg, flökkumaður bersyndugi. Samt var þér í hamsi heitt, hjá þér engin sorg að verki, þráðir allt og ekki neitt, — úlpuvasinn bar þess merki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.