Eimreiðin - 01.01.1952, Page 26
14
KVÆÐIÐ UM JÖN ÖTTARSSON
EIMREIÐIN
Ekkert dvelur drukkinn mann,
dómsins þegar lúður kallar.
Einhver dulmögn hrekja hann
hratt um vegaleysur allar.
Móti hreggi og hríðarátt
hinztu orku sinnar neytir,
yfir klifið grett og grátt
göldum fola áfram þeytir.
Hér var, Jónki, hinzta sinn
hleypt úr spori, barinn nári.
Ekki hafði Óðinn þinn
áður lent í slíku fári.
Fagurkostum fór hann á,
— fullan hafði ’ann áður séð þig —,
Niðrí hengi og heljargjá
hinzta sprettinn rann hann með þig.
Hirti gljúfrið hest og mann.
Hrakför þín var greið að vanda:
Dreyri úr ótal undum rann,
ægiflug til beggja handa.
Loks á bjargsins höggstokk hrökk
hönd þín sundur, líkt og kveikur.
Luktist um þig iðan dökk,
og nú hófst þinn skollaleikur.
Stigu í gljúfri dáradans
dökkar bylgjur jökulvargsins,
drýgðar blóði dauðamanns,
dekktar myrkum skuggum bjargsins.
Eins og kolsvört kistulok
hvolfdust jakar, stóðu á röndum.