Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 27
eimreiðin KVÆÐIÐ UM JÖN ÓTTARSSON 15 Upp í kveldgrátt kraparok krækti fljótið böðulshöndum. Gegnum næturhrosta og hregg heyrðir þú í eyrum gjalla dauðadæmda hestsins hnegg, hékk ’ann enn á klettastalla. Váljóð orti áin tóm yfir þinni vegaleysu. — Mikið fár og djöfuldóm drakkstu í þinni hinztu reisu! Eitt var framar allri von eftir þína hrösulgöngu, að þig skyldi, Öttarsson, enginn hirða fyrir löngu. Loksins Blanda bauð þér vist, bjó þér veizlu hugumþekka: I hennar vota faðmi fyrst fékkstu loksins nóg að drekka. Síðan lagðist sortinn að: Sögu þinnar enginn getur. Engan skyldi undra það, að hún gleymdist, Jónkatetur. Hún var öll um feikn og fár, fimbulnótt með seið og grandi, „roðavetur, undraár" urðarmánaglætu í landi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.