Eimreiðin - 01.01.1952, Qupperneq 28
Æá u lindi
n
i.
Langt, langt út í löndum, ein-
hvernstaðar í austri og suðri, þar,
sem leyndardómarnir eiga upptök
sín, en paradísarfuglar og páfa-
gaukar, eðlur og apakettir una lang-
dvölum, sefur dalur einn djúpur,
borinn í faðmi fjallanna. Og dalinn
dreymir. ... — / þeim dal er Æsku-
lindin. — Eigi eldist sú sálin, karli
né konu, er drykkinn drekka, þar,
úr þeirri lind.
Þagnardalur heitir hann, krýnd-
ur fjöllum og fríðum skógum, himingnæfandi tindum og heiðum
jöklum.
Þar drúpa og dimmuskógar.......Þar, í skjóli þeirra, sitja þær
syngjandi eikur. Um unaðsfagrar aftanstundir heyrast þaðan
angurblíðir söngvar, er töfra vegfarendur. Þar með villist margur
inn í myrkviðinn. Sumir koma þaðan aldrei aftur.
Og á dimmum og drungalegum nóttum, þá er skuggar dagsins
hafa þokazt niður í dalinn og þjappazt saman, þá drúpa eikurnar
höfði og haldast í hendur.
Þá lúka þær krónum um LíknarstaS. Þar er helsærðum ridd-
urum hjúkrað. Þar er þeim hjálpað til lífs. Þar eru þeir græddir,
svo þeir ganga heilir. Og þaðan fara þeir frjálsir ferða sinna út
um víða veröld.
Hvort þar er kristið klaustur, eða heiðið helgisetur, — uffl
það fæst engin saga.
Tvær fagrar hendur fara þar um sollin kaun komumanna;
fagurformaðar hendur og mýkt þeirra máttug.
Og það vóru þeir fræknu riddarar fljótir að finna, að það vóru
Jochum M. Eagertsson.