Eimreiðin - 01.01.1952, Side 32
20
ÆSKULINDIN
EIMREIÐIN
lætur sér ekki farast illa eða ómannlega við þá, er liann liefur
yfirstigið.
Það var ríkulega kappkostað, að sannur riddari bæri af í höfð-
inglegri reisn, glæsimennsku og prýði.
Synir aðalsmanna vóru til þess upp aldir, allt frá barnæsku,
að verða dugandi riddarar. Sjö ára gamlir vóru þeir sendir að
heiman í hirðvist, eða til einhvers ræmds riddara, er veita skyldi
þeim fullkomnustu þjálfun. Þótti sú þjálfun eigi fullkomin á
skemmri tíma en fjórtán árum. Frá sjö til fjórtán ára aldurs
skyldi riddaraefnið þjóna húsfreyju riddarans, eða þjóðhöfðingj-
ans, til þess að læra að umgangast konur með fyllstu háttprýði
og kurteisi. Á þessu tímabili eru þeir þjónar og trúnaðarmenn
frúarinnar og mega ekki ljósta upp leyndarmálum hennar eða
ávirðingum, ef einhverjar eru.
Fjórtán ára gamlir verða þeir skjaldsveinar. Upp frá því eru
þeir að einu og öllu þjónustumenn riddarans, en ekki frúarinnar.
Þeir em þá fömnautar húsbónda síns, riddarans; fylgja honum
á veiðum og í hemaði, halda sig nærri honum í ormstu, jafnan
viðlátnir að veita honum hjálp, ef hann særist eða fellur til jarð-
ar í sínum þungu herklæðum, eða útvega honum annan hest, ef
hann þarfnast.
Eftir sjö ára harðvítuga þjálfun, geta þeir síðan sjálfir orðið
riddarar, hafi þeir staðizt sinn reynsluskóla. Þá fá þeir skjöld í
hönd sér og um sig riddarabelti, sverð og kesju. Þeir fá gullna
spora og öll þau þungu riddaraklæði, hvert eftir annað. Síðan
em þeir slegnir til riddara; þótti mest til þess koma, að það
gerði nafnkunnur þjóðhöfðingi, konungur eða keisari. Mestur var
vegur i, að það væri gert á vígvelli eftir unnið hreystiverk. Ridd-
araefnið kraup á kné, en þjóðhöfðinginn sló flötu sverði þvert á
herðar honum og mælti fram viðeigandi orðum. En sá, er sleg-
inn hafði verið til riddara á þessa lund, átti upp frá því að haga
sér eins og riddara sómdi.
— Fimm em naglar í riddaraskildi, segir í fornu kvæði: göfug-
mennska, trúmennska, örlæti, hreysti, hreinskilni. — Húsbónda
sínum, lénsdrottni, átti riddarinn ávallt að hlýðnast; efna orð sín,
vera hrekklaus í vopnaviðskiptum, vera hlíf og stoð lítilmögnum
og hœverskur og kurteis við konur. — Því aðeins var hann sannur
riddari.