Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.01.1952, Qupperneq 35
eimreiðin ÆSKULINDIN 23 . . . „Vér skulfum af hræðslu um hina ungu mey, að hún, svo veikgerð sem hún var, mundi eigi fá staðizt, er hún sá, hvað hún atti í vændum. En hún var hugrökk. Böðlarnir kvöldu hana frá morgni til kvölds, en urðu að gefast upp; hún dró enn andann. Hún sagði alltaf þetta og annað ekki: „Ég er kristin. — Vér aShöfumst ekkert Ijótt á samkomum vorum.“ — Þeir brenndu hana með logandi kopar allsstaðar þar, sem hún fann sárast til. Engin kvein, engin kvartan, ekkert kvalaóp leið fram af vörum hennar. Og það var eins og dögg af himni kældi hinn glóandi málm. Þá létu þeir hana fyrir óarga dýr, er áður höfðu verið svelt í búrum. En dýrin snáfuðu frá henni og snertu hana ekki. Þeir flettu hana klæðum, bundu hana við stólpa og kaghýddu hana. Þeir reyrðu hana á kross, reistu hann upp og kyntu eld undir. Hún baðst fyrir. En þeir héldu áfram. Þeir fóru með hana hvað eftir annað inn i þjóðarleikhúsið, til þess að hún sæi kristna menn kvalda. Loks rann upp síðasti leikdagurinn. Þá átti hún að koma fram a leiksviðið, hún og 15 ára piltur kristinn. Á miðju leiksviði var reistur blótstallur; þar áttu þau að blóta, en fengust ekki til þess. Við það varð múgurinn hamslaus. Og þau vóru bæði kvalin. Pilturinn var öruggur, en hann lézt í pyndingunum. Blandína var ein eftir, sæl eins og móðir, er séð hefur son sinn halda sigurinnreið. Þá var hún hýdd, henni var varpað fyrir villidýr, og hún var sett í glóandi járnstól, vafinn innan í net, og trylltur graðungur látinn slöngva henni í loft upp hvað eftir annað. En hún styrkti hugann á hljóðlegri samræðu við ósýni- legan ástvin og baðst fyrir. Það var eins og hún kenndi enga vitund til. „Drepið hana! Drepið hana!“ æptu áhorfendur. „Vér höfum gert allt, sem í voru valdi stendur!“ grenjaði yfir- höðullinn upp á móti manngrúanum, froðufellandi af reiði. „Drepið hana! Drepið hana!“ hrópuðu hinir til baka, óðir af æsingi. En Blandína fagra fómaði upp höndum, svo allir þögnuðu, kallaði og mælti undra hljómmikilli og fagurri röddu: „Ég er brúður Krists! Þér getiS ekkert mein unniS mér!“ Og augu hennar leiftruðu og ljómuðu. Að þessu mæltu var sem fellibylur riði yfir, — hamslaus óp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.