Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 38
26 ÆSKULINDIN EIMREIÐIN mun enginn mig framar augum líta í allri Kordovu!“ Hann stígur á bak, ríður mikinn, kemur til Toledo; mætir gamalmenni skammt frá Zucatin. „Hvítskeggur“, segir hann, „fáðu Don Gut- tiere de Saldana þetta bréf. Ef hann er maður en ekki mús, þá kemur hann og berst við mig við Almanna-lind. Annarhvor okkar skal eignast Perluna frá Toledo!“ Og öldungurinn með hvíta skeggið tók við bréfinu og færði það greifanum frá Saldana, er hann sat að tafli við Perluna frá Toledo. Greifinn las bréfið, — hólmgönguboðið, og svo hart barði hann í horðið, að töflurnar hrukku allar um koll. Og hann sprettur á fætur; heimtar kesju sína og sinn bezta hest. — Perlan frá Toledo stóð líka upp, skjálfandi eins og asparlauf, því hún skildi, að hann ætlaði til einvígis. „0, Guttiere! Herra minn! Don Guttiere de Saldana! Gerðu það fyrir mig, vertu kyrr, og tefldu meira við mig!“ „Hirð eigi um . . . . ! Ég leik eigi að tafli lengur; ég mun heyja hildarleik við Almanna-lind.“ Og tár Donnu Áróru de Vargas máttu eigi aftra honum; því ekkert heftir för riddara, er ríður til einvígis. Þá tók Perlan frá Toledo skikkju sína, settist á bak múlasna sínum, og hélt af stað til Almanna-lindar. Grasið við lindina er litað blóði. Vatnið í lindinni er líka rautt. En það er ekki kristins manns blóð, er litar lindarvatnið. Tuzani svarti er fallinn og liggur flatur á jörðu; kesja Don Guttieres de Saldana stendur í brjósti hans brotin; blóðið seytlar í lækjum út frá honum, hríslast um grasið og út i lindina og litar hana rauða. Hryssa hans, Bera, stendur uppi yfir honum og grætur; því hún megnar eigi móti örlögum húsbónda síns. Perlan frá Toledo stigur af baki múlasna sínum. — „Vertu hughraustur riddari!“ mælti hún. „Þú munt lifa og eignast serkneska meyju fagra; h'ónd mín kann oð grceSa sár þau, er riddari minn veitir.“ „0, þú Perlan hvíta!“ mælti hann. „0, þú Perlan fagra! Kipptu úr brjósti mér kesjubroti þessu, er tætir það í sundur. Nákalt stálið nístir mig í gegn!“

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.