Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 39

Eimreiðin - 01.01.1952, Síða 39
eimreibin ÆSKULINDIN 27 Hún grunaði hann ekki og grúfði sig að honum, en hann tók á öllum sínum mætti og risti með brandi sínum breiða skrámu og djúpa um þvera hina fögru ásjónu meyjarinnar.“ IX. — Alla gat hún læknað, nema sjálfa sig. Hún bar alltaf blæju fyrir andliti og skipti stöðugt um. Hún hlaut að eiga heilrnikið af þessum andlitsgrímum. En forkunnar vel var þetta vandað og fagurlega framkallað, eins og allt annað i fylgd þess- arar fögru konu. Og hann var ærið forvitinn um ásjónu hennar, ungi riddarinn, er hún var að enda við að lækna. Hvað er ástin, út af fyrir sig, ef forvitnin fylgir henni ekki? Þá minntist hann þess, að fallinn riddari hafði eitt sinn sagt honum frá aldingarði austurfrá, þar sem fyrsta ævintýrið átti heima: . . . „Og sjá, nú uppgötvaði hann, að hörundsblær hennar líktist hinu gullna unga kornaxi, og að hugboð hvíldi eins og geislabaugur um enni hennar. — Ástin mín, nú hygg ég að eitthvað blómgist með þér — og að þú munir fullþroska guðdómseðlið i okkur báðum. — Þú, sem ég ann hugástum — ég skal vaka yfir þér, nóttin er svo heið- björt, og ég skal grátbæna allar góðar vættir, að veita þér vernd og hlífð. Ég legg lófa saman og bið og þakka. Ég finn hvemig sól og sál hlaut að titra á tímans morgni, er hún hafði laðað fram fyrsta ástarkossinn, — fyrsta blómið sitt. — „Til heim- kynna minna getur þú komið á hverjum degi“, segir ástin. „Vertu þess viss, að hvert augnablik er allt. Hin líðandi stund er meiri en tíminn.“ — Söngur gróandans og samúðin er yndi ástarinnar. Eins og endir hverrar sögu getur verið upphafið, eins getur upphaf hverrar sögu verið endir hennar. — Ennþá roðna skýin eins og ungmeyjar, þegar dagurinn heim- sækir nóttina. Birtan á sér endalaus ástarævintýri niðri í svartri og rakri moldinni. Sólin og jörðin geta líf saman, nú og æfin- lega. Ástin var ung, þegar sólin var sköpuð, og ung mun hún enn verða, er máninn fellur dauður í faðm jarðar. Drottinn allsherjar gleðst, og bros hans gyllir heiminn, er hann litur ungan mann, er stundar nám sitt af alhuga, af því námið er honum eins konar töfraskógur, er hann verður að ryðja sér braut
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.