Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Page 44

Eimreiðin - 01.01.1952, Page 44
32 BERNARD SHAW BER AÐ DYRUM EIMHEIÐIN setning: — Hér er kominn hinn heitt syrgði G. B. S. og enn skrýddur sínu skeggi. Ungfrú Cummins segist ekki hafa vitað neitt um það, áður en fundurinn hófst, að ieggja ætti fyrir sig spurningar til Bernards Sliaw og um hann. Hönd hennar tók nú að skrifa ósjálfrátt með miklum hraða, og halda margir því fram, að stíllinn sé Shaws, aðrir færa í efa, en biðja dáendur Shaws að dæma sjálfa. Fyrst skrifaðist þetta: — Hér er Bernard Shaw. Mér er sagt, að engri einmana sál sé leyft að gera vart við sig á svona fundi nema að hún segi til nafns síns eða riti það. En þið hafið engin ráð til að ganga úr skugga um hvort sá, er þessar línur ritar, sé þorparinn Bernard Shaw. Ég kann að vera sá, er ég segist vera. En nafnskírteini mitt ber ég ekki á mér. Þá vart spurt, hvort Shaw langaði ekki til að lieyra um lafði Astor og ummæli þau um hann, sem höfð væru eftir henni í blöðunum. Lafði Astor var ágæt vinkona mín, skrifaði penninn, svo ég efast ekki um, að hún vilji mér allt hið bezta og tileinki mér örlyndi, höfðingsskap og aðrar dyggðir, sem prýtt hafa hinn látna Shaw, sem elskaði náunga sinn eins og sjálfan sig. En það er öðru nær en hann hafi verið slíkur mannkosta- maður. Þá var spurt hvort Shaw langaði til að heyra um þær um- ræður, sem orðið hefðu út af erfðaskrá hans. Penninn tók þá aftur að lireyfast með miklum rykkjum yfir pappírinn og skrifaði á þessa leið: Ég gæti skrifað þriggja þátta leikrit um þann hrylling og skelfingu, sem greip suma menn, er þeir urðu þess vísari, að ég hefði ráðstafað eigum mínum á þann hátt, að þær yrðu til nytsemdar í merkilegu fyrirtæki, sem getur orðið til bless- imar vorri ungu kynslóð og komandi kynslóðum af brezk- um stofni. G. B. S. ráðstafaði eigum sínum, eins og kunnugt er, til

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.