Eimreiðin - 01.01.1952, Qupperneq 48
Setztur í helgan stein,
[Stefán Einarsson, ritstjóri vestur-íslenzka vikublaðsins Heimskringlu,
hefur sent Eimreiðinni þessa grein um hinn nafnkunna landa vorn
vestra, dr. Thorberg Thorvaldson, prófessor í efnafræði um 35 ára
skeið við Saskatchewan háskóla í Kanada. — Ritstj.1
Fyrir hálfu öðru ári birtist í blöðum hér vestra að íslenzkur
vísindamaður, dr. Thorbergur Thorvaldson að nafni, hefði látið af
starfi sakir aldurs við Saskatchewan-háskóla. Hafði hann þá verið
kennari þar í 35 ár og mest af þeim tíma yfirkennari efnafræði-
deildar skólans. Hér er um svo merkan íslending að ræða, að mér
finnst vel eiga við að minnast nú starfs hans, er hann setzt í
helgan stein.
Dr. Thorbergur Thorvaldson er ef til vill raunhæfasti vísinda-
maður, sem, af íslenzku bergi brotinn, hefur komið fram hér
vestra. Almenningi er hann að sjálfsögðu kunnastur fyrir það, að
honum tókst að framleiða sement til bygginga, er pottaska (al-
kali) vinnur ekki á. En það er þó ekki nema eitt af vísindaafrek-
um hans og ekki það mesta.
En áður en farið er út í vísindastarf hans, skal stutta grein gera
fyrir uppruna og ætt hans.
Thorbergur er fæddur 24. ágúst 1883 að Ytri-Hofdölum í Skaga-
firði. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þorvaldsson og Þuríður Þor-
bergsdóttir. Með þeim kom hann fjögra ára gamall til Vestur-
heims. Það var árið 1887. Barnaskólamenntun sína hlaut hann að
Ámesi (í Nýja-íslandi) í Manitoba sem systkini hans. Eins og
mjög áberandi var í hópi yngri íslendinga hér fyrrum, brann heit
löngun í brjósti Thorbergs að afla sér þeirrar menntunar, er
kostur var á í hinu nýja kjörlandi. En eins og efnahag flestra
frumherjanna var háttað, var þetta erfitt. Reyndi það meira en
nú á tímum á þolrif og framtak nemendanna sjálfra, hvernig um
það fór. En Thorbergur og bræður hans settu þetta ekki fyrir sig.
Hinn elzti þeirra, Sveinn, lauk gagnfræðanámi (High School),
lagði fyrir sig kaupmennsku og varð fylkisþingmaður í Manitoba.