Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1952, Blaðsíða 50
38 SETZTUR 1 HELGAN STEIN EIMREIÐIN Thorvaldur, annar bróðir hans, var sérstakur hæfileikamaður; hann braut fyrst ísinn á frægðarbraut íslenzkra nemenda í þessu landi. Hið sviplega fráfall hans við Harvard-háskóla, árið 1904, var harmsefni samlöndum hans hér vestra á þeim tíma. Thorbergur fetaði í fótspor þessa unga, gáfaða bróður síns. Hann lagði fyrir sig nám á Manitoba-háskóla og varð stúdent (Bachelor of Arts) 1906. Mörgum árum seinna, eða 1945, heiðraði þessi sami háskóli hann með doktors-nafnbót (Doctor of Science). Frá Harvard-háskóla, þar sem hann var læri- sveinn Theodore Richards, eins frægasta efnafræðings þeirra tíma, hlaut hann og nafnbótina doktor í heimspeki árið 1911. Eftir það fór hann til Dresden á Þýzkalandi og var þar eitt ár við nám — og annað í Liverpool á Englandi. Árið 1914 varð Thorbergur aðstoðarkennari í efnafræði við ný- stofnaðan skóla í Vestur-Kanada, Saskatchewan-háskóla, í borg- inni Saskatoon, og nokkru seinna fullnaðar kennari. En árið 1919 er hann skipaður yfirkennari þeirrar deildar (Department of Chemistry). Þegar hann tók við aðalumsjón þessarar deildar, fór ekki mikið fyrir henni, enda var skólinn ungur og lítt þekkt- ur. Þegar hann lét þar af starfi, 1946, og var skipaður stjórnandi (Dean) nýrrar deildar við háskólann, stofnaðrar til framhalds- náms (School of Graduate Studies), var deildin orðin hin myndarlegasta, kunn efnafræðingum út um heim og í miklu áliti. Thorbergur er og má að vísu vera stoltur af hinni fögru og stóru byggingu, sem nú hefur verið reist yfir efnafræðideild- ina, er hann gerði sjálfur uppdráttinn að í smáu og stóru. En hann er þó óefað stoltari af hinum stóra hópi góðra og viður- kenndra vísindamanna, er frá deild hans hafa komið. Hann hefur fyrir löngu skilið, að það er ekki allt komið undir skólastofnunum, hvemig vísindakennslan tekst, heldur verður jafnframt að taka með í reikninginn nemenduma og að þeir hafi áhuga fyrir rann- sókn nýrra vísindalegra sanninda og hæfni til að stunda þær. Hann hefur bæði í ráðningu meðkennara sinna og nemenda til framhaldsnáms tekið mjög mikið tillit til þess, að mennirnir væri frumlegir í hugsun, leitendur nýs skilnings á hlutunum og léti ekki staðar numið að námi loknu. Á skólinn ekki sízt þessari glöggskyggni íslenzka kennarans að þakka frægð sína. Þetta mikla uppbyggingarstarf Thorbergs í sambandi við efna- fræðideild Saskatchewan-háskóla hefur verið viðurkennt af efna- fræðingum um allt þetta land. Fyrir rúmlega einu ári gerðist það á fundi efnafræði-stofnunar þessa lands (The Chemical Insti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.